Íslensk útgáfa af "Açai-skál" frá mćđgunum

Açai ber hafa veriđ mjög vinsćl síđustu ár, berin koma frá Suđur-Ameríku og ţykja bragđgóđ og litfögur.

Undanfariđ hefur veriđ vinsćlt ađ útbúa açai-skálar úr açai berjamauki, nokkurskonar smoothie í skál međ allskyns girnilegu ofan á. Okkur langađi ađ gera okkar eigin útgáfu af ţessari vinsćlu skál, en nota frekar ber sem vaxa nćr heimahögunum. Sólber hafa veriđ í miklu uppáhaldi hjá okkur alveg síđan úr barnćsku, amma Hildur og afi Eiríkur voru alltaf (og eru enn) međ marga sólberjarunna í sínum garđi, og viđ fengum bćđi ađ njóta ţess ađ tína berin beint upp í munn og svo ađ njóta dásamlegu sólberjasultunnar á haustin.

Viđ ákváđum ađ prófa ađ útbúa sólberja-skál, sem minnir glettilega mikiđ á açai-skálina títtnefndu og er virkilega bragđgóđ. Sólber fást frosin í stórmörkuđunum um ţessar mundir, svo styttist í sumariđ og ţá verđur nú aldeilis sólberjaveisla víđa í íslenskum görđum. 

Ađ bera smoothie fram í skál finnst okkur góđ hugmynd, ţví viđ borđum hann hćgar međ skeiđ en röri. Viđ tyggjum bitana og upplifum skálina frekar sem heila máltíđ og fyrir vikiđ finnst okkur hún verđa sađsamari. Svo er líka svo mikiđ pláss fyrir allskonar girnilegt ofan á, okkur finnst dásamlegt ađ strá lífrćnt rćktuđum hnetum, frćjum, ávöxtum, spírum og avókadó yfir skálina til ađ hafa eitthvađ ađ bíta í. Ţetta gerir máltíđina mun sađsamari og skálin verđur litrík og vorleg.

 

 

Uppskriftin

2 1/2 dl frosin sólber
1 banani
1/2 - 1 avókadó
1 tsk vanilluduft
1 dl kókosmjólk
(á tyllidögum má setja kókosmjólkurdósina inn í ísskáp í smá stund svo ţykki hlutinn stífni, nota síđan bara ţykka hlutann í uppskriftina, ţá verđur skálin rjómakennd).


Ađferđin

  1. Setjiđ kókosmjólkina, avókadó, banana og vanillu í blandara og blandiđ ţar til silkimjúkt.
  2. Hafiđ blandarann í gangi, takiđ tappann úr lokinu og setjiđ sólberin ofan í nokkur í einu. Ţannig nćr skálin ađ verđa alveg silkimjúk. Ef blandarinn ykkar er soldiđ lúinn og rćđur illa viđ ţetta er lag ađ setja ţetta fyrst í matvinnsluvél og síđan í blandarann. Eđa hafa ţetta ţynnra og setja síđan inn í frysti smá stund svo skálin ţykkni.
  3. Setjiđ maukiđ í skál og toppiđ međ ţví sem ykkur finnst best. Viđ notum ávexti, avókadó, hnetur og frć, avókadó, spírur, ber og ávexti. 
 

Hugmyndir ofan á:

- heslihnetur
- kókosflögur
- hampfrć
- avókadósneiđar
- bananasneiđar
- fersk ber
- spírur
 
Uppskrift af vef maedgurnar.is 
 
 
 
 
 
 

Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré