Fara í efni

MORGUNVERÐUR – Vegan bláberja pönnukökur

Frábær breyting á hinum hefðbundnu morgunverðar pönnsum.
MORGUNVERÐUR – Vegan bláberja pönnukökur

Frábær breyting á hinum hefðbundnu morgunverðar pönnsum.

Þessar vegan pönnsur eru svo tilvaldar á morgnana.

Eldunartíminn eru um 30 mínútur og uppskrift er fyrir 4.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 msk af hörfræjum

1 msk af kókósolíu

250 ml af möndlumjólk

1 tsk af ediki

125 gr af grófu hveiti

1 tsk af púðursykri – má sleppa

1 tsk af matarsóda

Klípa af sjávar salti

50 gr af bláberjum + aukalega til að bera fram

Grænmetisolía

Soja jógúrt – til að bera fram

Hlynsýróp – til að bera fram

Leiðbeiningar:

Þeytið saman hörfræjum og 2 ½ tsk af köldu vatni og setjið til hliðar svo þetta þykkni. Á meðan, bræðið kókósolíuna í lítilli pönnu á meðal hita og leyfi olíunni svo að kólna örlítið.

Blandið saman soya eða möldlumjólkinni og ediki. Bætið kókósolíunni saman við og hrærið svo hörfræjum í blönduna.

Blandið saman hveitinu, sykri, matarsóda og salti og gerið holu í miðjunni. Hægt og rólega hellið mjólkurblöndunni saman við og hrærið stöðugt þar til blandan er orðin fullkomin – það er í lagi ef það eru nokkrir kekkir. Setjið nú bláberin saman við og setjið til hliðar.

Forhitið ofninn á lægsta hita.

Hitið svettu af grænmetisolíunni á stórri pönnu á meðal hita. Notið svo ausu til að setja deigið á pönnuna, ein full ausa er ein pönnukaka. Haldið áfram þar til deig er búið úr skálinni.

Hver pönnukaka þarf um 2 mínútur til að eldast. Setjið þær jafnóðum í ofninn til að þær haldist heitar.

Berið fram með sojajógúrt, hlynsýrópi og ferskum bláberjum.

Njótið vel!