Fara í efni

Heilsuráð vikunnar – Drekktu passlega af vatni

Mér finnst gott að setjast niður með skyssubók og penna í byrjun árs og vinna smá hugmyndavinnu fyrir árið.
Heilsuráð vikunnar – Drekktu passlega af vatni

Mér finnst gott að setjast niður með skyssubók og penna í byrjun árs og vinna smá hugmyndavinnu fyrir árið.

Heilsuráð vikunnar var ein af hugmyndunum og hér kemur það fyrsta. Þetta eru mjög fjölbreytt ráð og eru ekki öll tengd því að nærast í núvitund. Þau eru algjörlega tilviljanakennd, og já mér datt í hug að kalla þau ,,Random Ráð Ragnheiðar” 

DREKKTU PASSLEGA AF VATNI

Ég veit að fyrir flesta gæti það verið að drekka meira vatn en sumir drekka bara alveg passlegt og jafnvel einhverjir of mikið.

Nú ert þú kannski að velta fyrir þér hvernig þú eigir að vita hvað er passlegt.

EITT: Spurðu þig hvort þú finnir fyrir þorsta. Líkaminn gefur okkur merki ef við hlustum eftir þeim.

TVÖ: Næst má spyrja sig hvort maður finni fyrir svengd vegna þorsta. Líkaminn gefur merki um svengd ef ekki er tekið mark á þorstamerkjunum (maður getur auðvitað verið bæði en látum það liggja á milli hluta í bili).

ÞRJÚ: Síðan er bara að kíkja í klósettið eftir að þú ert búin að pissa. Ef þvagið er dökkt (eins og morgunþvag) á miðjum degi, þá ertu ekki að drekka nægjanlegt magn af vatni. Ef það er næstum enginn litur þá gætirðu verið að drekka of mikið. Á endanum ert það þú sem metur hvað er passlegur litur fyrir þig 

Jæja heldurðu að þú sért nær því að vita hvort þú sért að drekka passlegt magn af vatni?

Ég vona það allavega 

Njóttu dagsins,
Ragnheiður

Fengið af síðu rgudjons.com