Þar er líka að finna margs konar upplýsingar um heilbrigðismál, meðal annars þær sem eru hér fyrir neðan og heita Ráðleggingar á einni mínútu:
Í ráðleggingum um mataræði er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni. Mælt er með því að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða.
Með því að fylgja ráðleggingum um mataræði er auðveldara að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda og stuðla að góðri heilsu og vellíðan.
Þannig má minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum auk þess sem auðveldara er að halda heilsusamlegu holdafari. Fæðubótarefni eru oftast óþörf en þó er mælt með því að taka D-vítamín aukalega á veturna og konum á barneignaaldri er ráðlagt að taka fólat.
Auk þess að veita orku og nauðsynleg næringarefni til vaxtar og viðhalds gegnir maturinn mikilvægu félagslegu hlutverki og er hluti af menningu og sérkennum hverrar þjóðar.
Að breyta venjum sínum er einfalt á pappírnum en getur reynst flókið. En það er hægt að breyta og þarf ekki að vera . . . LESA MEIRA