Fara í efni

Grænn og góður með ferskjum, jarðaberjum og chia fræjum

Chia fræjin í þessum gera það að verkum að hann er ríkari af próteini og Omega-3 fyrir vikið.
Grænn og góður með ferskjum, jarðaberjum og chia fræjum

Chia fræjin í þessum gera það að verkum að hann er ríkari af próteini og Omega-3 fyrir vikið.

Aðeins 2 msk af chia fræjum innihalda 2,4 gr af próteini og 240% af RDS af Omega-3.

Til að hafa þennan drykk extra ferskan skal nota frosin jarðaber.

Uppskrift er fyrir einn. Og er þetta drykkur númer 16.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

2 meðal stórar ferskjur, steinninn úr

5 meðal stór jarðaber – frosin

3 bollar af baby spínat

2 msk af chia fræjum, láta liggja í bleyti í 5 mínútur

1 bolli af möndlumjólk – má nota meira

Leiðbeiningar:

  1. Byrjaðu á því að setja vökvann í blandarann. Og síðan mjúku ávextina.
  2. Bætið núna þessu græna við og notið hröðustu stillingu á blandaranum ykkar, látið hrærast í 30 sek.

Þessi drykkur er afar ríkur af vítamínum eins og B1 til B6, K-vítamíni, kopar,magnesíum, kalíum og zinki.

Njótið vel!