Fara í efni

Súkkulaði brownies með pekanhnetum

Ég er í búin að vera í miklum tilraunum í eldhúsinu undanfarið og þá sérstaklega hvað varðar súkkulaðigerð. Þessi súkkulaðiblanda heppnaðist ótrúlega vel enda kláraðist skammturinn mjög fljótt þegar þetta var tekið út úr frystinum. En þessar súkkulaði brownies eru virkilega einfaldar í "bakstri" og þær eru ekki bakaðar heldur geymdar í frysti.
Súkkulaði brownies
Súkkulaði brownies

Súkkulaði brownies með pekanhnetum

Innihald:
1 ½ bolli pekanhnetur
2 vel þroskaðir bananar
175 gr döðlur (ef þurrar – setja þá aðeins í bleyti u.þ.b. 15 mín)
3 msk möndlusmjör eða hnetusmjör
3 msk hunang
2 msk kókosolía (brædd)
¼ bolli kakóduft 

Aðferð:
-  Blandið saman pekanhnetunum, 1 banana og döðlunum í matvinnsluvél þar til blandað verður mjúk.
-  Dreifið blöndunni í fat sem kemst inn í frystinn og hefur verið klætt að innan með bökunarpappír.
-  Blandið saman banana, möndlusmjöri, hunangi, kókosolíu og kakóduft í matvinnsluvél þar til blandan er orðin silkimjúk.
-  Dreifið súkkulaðiblöndunni yfir pekanblönduna.
-  Setjið í frystinn í 2 klst.
-  Takið út og skerið í bita. 

Njótið!

Heilsukveðja,
Ásthildur Björns