Fara í efni

T Í Ð A H R I N G U R I N N: Átta lítt þekktar staðreyndir um blæðingar kvenna

Hversu lengi má hafa tíðatappa uppi í leggöngunum? Af hverju verða svona margar konur máttlausar í ræktinni meðan á tíðum stendur? Hvernig er best að takast á við tíðaverki? Er eitthvað hægt að gera til að vinna á móti þöndum maga meðan á blæðingum stendur og síðast en ekki síst; hvað eru eðlilegar blæðingar og hvenær er efni til að hafa áhyggjur?
T Í Ð A H R I N G U R I N N: Átta lítt þekktar staðreyndir um blæðingar kvenna

Hversu lengi má hafa tíðatappa uppi í leggöngunum? Af hverju verða svona margar konur máttlausar í ræktinni meðan á tíðum stendur? Hvernig er best að takast á við tíðaverki?

Er eitthvað hægt að gera til að vinna á móti þöndum maga meðan á blæðingum stendur og síðast en ekki síst; hvað eru eðlilegar blæðingar og hvenær er efni til að hafa áhyggjur?

 

Þessum spurningum og fleiri svara sérfræðingar á vef Cosmo, en svörin eru athyglisverð, nytsamleg og varpa ljósi á átta lítt þekktar, en afar merkilegar staðreyndir um blæðingar kvenna sem birtast hér í íslenskri þýðingu.

#1 – Hvað telst til eðlilegra blæðinga?

Hversu mörg dömubindi eða tíðatappa notarðu yfir daginn þegar blæðingarnar eru sem mestar? Til eru handhæg smáforrit á borð við iPeriod sem geta hjálpað að kortleggja tíðahringinn. Í smáforritinu er líka hægt að skrá niður glósur og þar getur þú glósað hversu mörg bindi eða tappa þú notar á hverjum degi. Ef þú þarft t.a.m. að skipta um dömubindi eða tíðatappa á klukkstundar fresti, þá er ráðlegt að hafa samband við kvensjúkdómalækni. Þungar og miklar blæðingar geta verið merki um ýmsa heilsutengda kvilla á borð við vanvirkan skjaldkirtil og jafnvel undirliggjandi blóðsjúkdóma.

Breytingar á blæðingum geta líka bent til að þú sért að nálgast breytingaskeiðið; þeas. ef þú ert komin yfir fertugt en þó getur farið að örla á hormónaójafnvægi strax upp úr þrítugu. Ef breytingarnar eru viðvarandi er engum greiði gerður með að hunsa einkennin; þú ættir þess í stað að leita læknis.

#2 – Ekki hafa áhyggjur; þú ert ekki að fá flensu …

Margar konur upplifa flensulík einkenni í upphafi tíða: Hægðatregðu, flökurleika, kláða og jafnvel svima. Þar er sennilega prostaglandin um að kenna, sama óþverranum og er ábyrgur fyrir sinadrætti og niðurgangi. Líkaminn leysir einmitt prostaglandin úr læðingi í félagi við histamín þegar ofnæmi lætur kræla á sér. Konur sem finna til þessara einkenna í upphafi tíða ættu því að taka inn vænan skammt af lýsi meðan fyrirtíðaspenna stendur yfir, en lýsið hefur bólgueyðandi áhrif sem geta sefað líkamann. Í raun er miklu betra að taka lýsi en Ibufen, þar sem áhrifin geta verið keimlík – en þó aldrei meira en því sem nemur einni matskeið á dag.

#3 – Nei, þú hefur enga afsökun til að borða ALLT súkkulaðið!

Ákveðnar kenningar eru á sveimi í kringum aukna súkkulaðiþörf kvenna meðan á blæðingum stendur; t.a.m. vegna þess að þungar og milkar blæðingar geti haft áhrif á magnesíumforða líkamans, en þar sem súkkulaði er ríkt af steinefninu segja sumir að þar sé komin ástæða þess að konur sæki í súkkulaði meðan á blæðingum stendur. Hér togast á tvær kenndir – þörf og vani. Ef súkkulaðiþörfin verður yfirþyrmandi er því best að narta í dökkt súkkulaði sem er þess utan stútfullt af andoxunarefnum sem vegur upp á móti sykursjokkinu. Láttu mjólkursúkkulaðið hins vegar alveg vera meðan á blæðingum stendur, það er gagnslaust og hræðilega fitandi.

#4 – Þegar kona hættir á pillunni eru óreglulegar blæðingar eðlilegar:

Það er fyllilega eðlilegt að tíðahringurinn komist ekki í fullt lag fyrr en að þremur til sex mánuðum liðnum, eftir að kona hættir á P-pillunni. Stundum tekur jafnvel enn lengri tíma að ná fullkomnu hormónajafnvægi. Það er ekki vegna þess að P-pillan sé hættuleg eða óörugg getnaðarvörn (þó ofnæmisviðbrögð séu sannlega þekkt og ekki það sama henti öllum) – sannleikurinn er einfaldlega sá að P-pillan hindrar líkamann í framleiðslu hormóna sem stuðla að egglosi. Því tekur tíma fyrir líkamann að endurstilla hormónaframleiðsluna. Ef blæðingar eru ekki enn orðnar eðlilegar þegar 6 mánuðir eru liðnir frá því konan hætti að taka P-pilluna er hins vegar rétt að leita læknis. Því eldri sem konan er, því skynsamlegra er að láta ekki lengra en 3 mánuði líka; þeas. ef konan er komin yfir 35 ára markið. Þá er líka skynsamlegt, ef konan vill verða þunguð – að hefja inntöku bætiefna fyrir verðandi mæður strax – þar sem P-pillan gengur oft á B-vítamín birgðir líkamans, sem svo aftur eru líkamanum nauðsynleg meðan á meðgöngu stendur.

 

Smelltu HÉR til að lesa hin fjögur atriðin frá sykur.is 

 

Grein af vef sykur.is