Fara í efni

Möndlur - dásamlega góðar og hollar

Ef ykkur vantar meiri fyllingu í máltíðir, bragðbætingu í hafragrautinn eða bústið, eða hugmyndir um snarl á milli mála, þá eru möndlur mjög góður kostur.
Möndlur eru að þær ríkar af trefjum.
Möndlur eru að þær ríkar af trefjum.

Ef ykkur vantar meiri fyllingu í máltíðir, bragðbætingu í hafragrautinn eða bústið, eða hugmyndir um snarl á milli mála, þá eru möndlur mjög góður kostur.

Helstu kostir við möndlur eru að þær ríkar af trefjum og einómettuðum fitusýrum, og þær innihalda mestallar lífsnauðsynlegar amínósýrur. Þær innihalda mikið af E-vítamíni og einnig fólat, kalk, fosfór, járn og magnesíum. 

Sýnt hefur verið fram á að neysla á möndlum geti lækkað kólesteról og að hún sé líkleg til að hjálpa til við blóðsykurstjórnun, lækka áhættu á hjartasjúkdómum, efnaskipta sjúkdómum og sykursýki af tegund 2. Einnig getur neysla á möndlum mögulega hjálpað til við þyngdartap þrátt fyrir hátt magn fitu og orku, en það kemur til vegna þess að þessi samsetning af próteini, trefjum og einómettuðu fitusýrum gefur tilfinningu á fyllingu sem getur komið í veg fyrir að fólk borði of mikið. Passa þarf samt að halda neyslunni í hófi því möndlur eru mjög orkuríkar og aðeins 20 grömm af möndlum gefa 126 hitaeiningar. 

Nokkrar hugmyndir sem gætu verið sniðugar að nota möndlur í:

  • setja í búst
  • setja út á hafragraut
  • setja í AB mjólk eða súrmjólk
  • setja út á salöt
  • útbúa möndlumjólk
  • útbúa möndlusmjör
  • borða sem snakk á milli mála

Höfundur:  Hrund Valgeirsdóttir, næringarfræðingur http://naering.com