Fara í efni

Ertu óviss hvaða kókosmjólk þú átt að nota? Lestu þá þetta

Ég veit að það getur vafist fyrir mörgum okkar hvaða kókosafurð ætti að velja og í dag vildi ég deila með þér hvaða kókosmjólk við mælum með ásamt því að gefa þér hollráð í innkaupum. Kókoshnetan hefur marga góða eiginleika og kjörið að bæta meira af afurðum kókos í þitt daglega líf, enda getur hún minnkað sykurlöngun, bætt meltingu, styrkt ónæmiskerfið og húð og hár ásamt öðrum heilsuávinningum sem þú getur lesið betur um hér.
Ertu óviss hvaða kókosmjólk þú átt að nota? Lestu þá þetta

Ég veit að það getur vafist fyrir mörgum okkar hvaða kókosafurð ætti að velja og í dag vildi ég deila með þér hvaða kókosmjólk við mælum með ásamt því að gefa þér hollráð í innkaupum.

Kókoshnetan hefur marga góða eiginleika og kjörið að bæta meira af afurðum kókos í þitt daglega líf, enda getur hún minnkað sykurlöngun, bætt meltingu, styrkt ónæmiskerfið og húð og hár ásamt öðrum heilsuávinningum sem þú getur lesið betur um hér

 

Gæði tegunda er þó misjafnt og það geta ýmis auka efni leynst í kókosmjólkinni. Ég fór eina ferð útí búð og skoðaði mismunandi tegundir til þess að sýna þér muninn. Niðurstaðan var þessi:

KÓKOSMJÓLK FRÁ BLUE DRAGON

3

Ef við skoðum innihaldslýsinguna hér sjáum við að hún inniheldur E-efnið 466. Það er svokallað Karboxýmetýlsellulósa (e. Carboxymethyl cellulose) en það er unnið úr tré eða við og er síðan efnafræðilega umbreytt. Það getur einnig verið unnið úr genabreyttum bómulplöntum sem hefur orsakað krabbamein í tilraunadýrum. Það er notað í ýmsum tilgangi t.d þykkingarefni, bindiefni, sem trefjar (dietary fiber) og til að koma í veg fyrir kekki. Stórir skammtar eru þekktir fyrir að orsaka vandamál í þörmum, uppþemdu, niðurgang og hægðartregðu, einnig vísbendingar um myndun krabbameins. National Cancer Institute of America hefur lagt til að þetta efni ætti að vera bannað sem bætiefni í mat

Hér sjáum við einnig E471, en það er fita úr glýseróli eða náttúrunni, aðallega úr plönturíkinu en einnig úr dýraríkinu. Notað í bökunarvörur, tegundir af mjólkurvörum, smjörlíki og ís. Ekki þekktar aukaverkanir. Líkaminn brýtur efnið niður eins og önnur fita. Nokkrir hópar, svo sem fólk sem er vegan/grænmetisætur, múslimar eða gyðingar sem borða ekki dýraafurðir vilja að forðast þetta efni.

E330 er náttúrleg sýra úr sítrusávöxtum, oft framleitt úr maís í dag. Notað í mat sem andoxunarefni og hefur verið notað sem aukefni í yfir 100 ár. Notað í kex, niðursoðinn fisk , ost, ungbarnablöndur, kökur, súpur, rúgbrauð, gosdrykki og gerjuðum kjötafurðum. Ekki hættulegt en getur haft slæm áhrif á glerung tanna ef notað í miklu magni eða geymt í munni og sumar tegundir (mismunandi framleiðendur) geta orsakað viðbrögð hjá fólki sem er viðkvæmt fyrir MSG

Ég er alls ekki að segja að öll E efni séu slæm, en sum þeirra eru umdeild og ekki endilega til mikið af langtíma rannsóknum um þau. Við þurfum því að hafa augun opin fyrir því sem við erum að láta ofan í okkur. Góð þumalregla er að forðast vörur með langan lista af innihaldsefnum og leitast alltaf við að hafa fæðuna sem hreinasta.

HÉR SÉRÐU KÓKOSMJÓLKINA FRÁ BIONA

2

Ég er mjög hrifin af þessu merki þar sem vörurnar þeirra eru lífrænar og hreinar, með fáum innihaldsefnum. Hér sérðu að hún inniheldur bara kókosmjólk og vatn, 2 innihaldsefni, frábært!

Lífrænu vörurnar eru oftast dýrari en hefðbundnu, við erum jú að borga meira fyrir gæði. Þess vegna langaði mig að deila með þér kókosmjólk sem er án allra aukaefna og á lágu verði. Þannig ef þú vilt spara en velja vel þá mæli ég með Thai´s choice, 2 innihaldsefni, engin aukaefni, jeijj!

THAI´S CHOICE

1

Ein af auðveldum leiðum til þess er að nota kókosmjólkina er í ýmiskonar rétti, pottrétti, súpur, eftirrétti og jafnvel til þess að búa til kókos ”rjóma” eða þetta ótrúlega góða muffin toffee jógúrt sem sló í gegn um leið og við birtum uppskrift

Ég vona að þú hafir lært eitthvað nýtt í dag og skoðir vel aftaná dósina næst þegar þú kaupir kókosmjólk.

Heilsukveðja

Sara Barðdal heilsumarkþjálfi

P.s deildu með vinum á facebook ef greinin vakti áhuga og skráðu þig fyrir vikuleg fréttabréf ef þú ert ekki nú þegar skráð á síðunni www.lifdutilfulls.is