Fara í efni

Öldrun og bólgumyndanir haldast í hendur segja læknavísindin núna - Ástæður öldrunar

Öldrun og bólgumyndanir haldast í hendur segja læknavísindin núna - Ástæður öldrunar

Öldrun og bólgumyndanir haldast í hendur segja læknavísindin núna.

Í þessari þýddu grein er sagt frá nýjustu uppgötvunum og varnaðarráðum lækna og vísindamanna til okkar því nú er búið að sanna ýmsa þætti sem vísindamenn héldu sig vita en margir hafa skellt skollaeyrum við.

Mjög margir lifa lífinu þannig að daglegar venjur gera vandamálið sífellt stærra. Góðu fréttirnar eru að það eru til ráð til að snúa ferlinu við.

Erfðafræðin útskýrir öldrun

En frekar en reka upp ramakvein yfir krákusporum í kringum augun eða minnkandi hári, ákváðu bandarískir blaðamenn að spyrja lækna grundvallarspurninga: Hvað er öldrun og hvað veldur versnandi heilsufari? Þetta gerðu þeir í von um að komast að því hvernig við gætum hægt á óþægilegum fylgifiskum þess að eldast á meðan við njótum þroskans og þekkingarinnar sem aldurinn færir okkur. Þetta gerist u.þ.b. á sama tíma og fyrstu gráu hárin birtast.

Svörin sem blaðamennirnir fengu benda til þess að við neyðumst til að taka rækilega til í lífsstílnum ef við ætlum að halda líkamanum ungum fram á efri ár og það er hægt. Takið eftirfarandi atriði til athugunar:

Núverandi starf

Kyrrsetan er bókstaflega að drepa okkur. Rannsóknir sýna nú að konur, sem verja  að minnsta kosti sex klukkutímum á dag sitjandi, eru 34 % líklegri til að deyja fyrir aldur fram en jafnaldrar sem gæta þess að hreyfa sig. Þar fyrir utan segja rannsóknir að hætta á krabbameini aukist um 10% við kyrrsetuna. Áhættan fyrir karlmenn í sömu stöðu er á sama hátt 17% miðað við jafnaldra. Ein rannsóknin gaf til kynna að bara það að standa upp á 30 mínútna fresti allan daginn gæti haft sömu jákvæðu áhrifin á heilsufar eins og ef reykingamaður hættir að reykja. Hvernig sem málið er skoðað er niðurstaðan alveg kýrskýr. Gætum þess að hreyfa okkur!

Í samtölum við lækna og vísindamenn eru nokkur atriði nefnd. Þeim ber saman um að hvetja ætti fólk til standa við vinnu sína eða jafnvel sitja á æfingabolta. Þeir ráðleggja að þegar horft sé á sjónvarp eigi fólk að standa reglulega upp en í Bandaríkjunum eru útsendingar rofnar með auglýsingum og sá tími sé tilvalinn til að standa upp og koma blóðinu á hreyfingu.

Þetta virðast vera lítilvægir hlutir en þegar þeir koma saman skipta þeir gífurlega miklu máli varðandi heilsuna.

Á að sleppa ostinum?

Líklega hafa allir heyrt um að sólarvítamínið D sé líkamanum nauðsynlegt til að byggja upp kalkforða fyrir beinin. Staðreyndin er sú að D vítamínið er líka algerlega bráðnauðsynlegt til að vinna gegn bólgumyndandi sjúkdómum sem fylgja hækkandi aldri.

Maryann Tomocich er matvælafræðingur sem hefur tekið saman lista yfir hættuna sem skortur á D vítamíni orsakar og listinn er frekar skelfilegur.

Skortur á þessum mikilvægu næringarefnum getur orsakað öldrunartengd vitglöp, krabbamein og aukna hættu á banvænum hjarta- og æðasjúkdómum.

Fullkomið jafnvægi á D vítamínbúskap er breytilegt frá einum til annars svo okkur er ráðlagt að leita til heimilislæknis til að láta rannsaka hvort við séum að fá nægilegt magn af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og sólarljósinu.

Ostur og lýsi eru bestu kalkgjafarnir

Ostur er uppfullur af þessu mikilvæga vítamíni en lýsið er allra best segja rannsakendur.

Áherslan þarf að vera á styrktaræfingar

Fólk fer að tapa vöðvamassa og styrk á miðjum aldri að sögn sérfræðinga.

Á meðan vöðvarnir rýrna hægist á efnaskiptunum. Þegar ójafnvægi er á þessum tveimur þáttum eru líkur á óheilbrigðri þyngdaraukningu töluverðar með tilheyrandi erfiðleikum.  Aðalatriðið er að þyngdaraukning er alvarlegra mál en fólk gerir sér almennt grein fyrir. “Hugsið vel um þyngdina!” segja læknarnir því með því móti er hægt er að forðast margskonar sjúkdóma.

Að reyna að kreista fleiri klukkustundir út úr deginum

Við vitum að kaffi er ekki gott fyrir okkur. Já, það er afskaplega leiðinleg  og sorgleg staðreynd en nú votium við að svefninn er svo mikilvægur fyrir heilastarfsemina og kaffið heldur fyrir okkur vöku. Aldrei er nógu mikil áhersla lögð á mikilvægi svefns. Svefn gerir líkama okkar kleift að vinna úr næringarefnum sem  við höfum innbyrt yfir daginn og gerir heilanum jafnframt kleift að vinna úr viðburðum dagsins.

Það er í rauninni ekki til það vandamál sem ónógur svefn gerir ekki verra. Minnisleysi og skaptruflanir eins og kvíði og þunglyndi hefur líka verið tengt við svefnleysi.Við vitum ekki hvernig á að fjölga klukkustundunum í deginum en að sleppa svefni er ekki leiðin, svo mikið er víst.

Að líða illa í vinnunni

Nú er ljóst að ef við viljum lifa löngu og hamingjuríku lífi er nauðsynlegt fyrir okkur að elta ástríður okkar. Þetta er ekki bara fullyrðing sem hljómar vel heldur hefur læknisfræðin nú fært okkur heim sanninn um réttmæti hennar.

Blaðamenn tímaritsins Occupational & Environmental Medicine gerðu könnun þar sem kemur fram að starfsánægja sé verulega mikilvæg þegar kemur að heilsufari starfsmanna.

Í ljós kemur að vandamálum tengdum geðheilsu starfsmanna, svo sem eins og kvíði og þunglyndi . . . LESA MEIRA