Fara í efni

15 fæðutegundir sem að auka á brennslu

Þetta er gott að vita fyrir þá sem að eru í átaki og ætla að grenna sig smávegis fyrir sumarið, svona áður en bikiní tíminn gengur í garð.
Hollt og gott
Hollt og gott

Þetta er gott að vita fyrir þá sem að eru í átaki.

Svo eru eflaust einhverjir sem eru að hugsa um bikiní tímann sem gengur í garð fljótlega. 




Hemp fræ

a 

Þú þarft ekki að vera Grateful Dead aðdáandi til að bæta þessum fræjum í mataræðið. Þau eru full af omega-3 og omega-6 fitusýrum sem að báðar bæta blóðflæðið til vöðva og auka brennsluna. Einnig draga þær úr bólgum.

Matcha

a 

Já, þetta er nú bara fínna orð yfir grænt te. Í því er koffein sem að hraðar á hjartslætti og þannig á brennslunni. Í því má einnig finna norepinephrine sem er örvandi EGCG næringarefni sem kemur brennslunni í gang.

Möndlu smjör

a 

Þetta hnetusmjör er í flokki low glycemic fæðu sem þýðir að það hjálpar að halda blóðsykrinum stabílum. Það er mikilvægt vegna þess að þegar blóðsykur hækkar eða lækkar snarlega að þá dregur úr brennslunni.

Lax

a 

Þessi fallegi bleiki fiskur er uppspretta af fitusýrum sem að hjálpa líkamanum að brenna fitu. Aðrar feitar fisktegundir eins og túnfiskur hafa sömu eiginleika.

Amaranth

a 

Þetta heilkorn inniheldur hina fullkomnu þrennu af næringarefnum: prótein, kolvetni og fitu. Jafnvægið á milli þessara hráefna halda systeminu góðu og þannig verður brennslan mýkri og jafnari.

Mandarínur

a 

Rannsóknir hafa sýnt að lykt af sítrus róar þig niður og dregur úr cortisol sem að er stress hormónið í líkamanum. Og þegar þú ert róleg og stresslaus að þá eru minni líkur á að þú farir að sækjast í sykur eða önnur sætindi. Það má líka nota greip ávöxt.

Pistasíu hnetur

a 

Þessar hnetur getur tekið langan tíma að borða, þið vitið, að taka utan af hverri og einni tekur tíma. En þó það geti verið pirrandi að þá eru þær æðislega góðar fyrir brennsluna. Að borða litlar máltíðir og millimál, eins og pistasíur yfir daginn, gerir það að verkum að líkaminn vinnur betur úr þeim.

Kale

a 

Það er gott að grípa grænan safa eftir æfingu: Þetta laufgræna kál er fullt af próteini og trefjum og er afar saðsamt sem er mjög gott fyrir blóðsykurinn. Önnur græn grænmeti eins og spínat eru líka frábær.

Kókósvatn

a 

Það er kallað súper-hydrator og passar upp á að líkaminn þorni ekki upp. Ef þú drekkur of lítið af vatni eða kókósvatni að þá dettur brennslan niður.

Papaya

a 

Fallegi ávöxturinn frá suðrænum eyjum sem að inniheldur afar góð ensími. Þessi ensími hraða meltingunni og um leið brennslunni.

Kotasæla

a 

Þessi dásemd sem að kotasæla er, er pökkuð af próteini, en það tekur lengri tíma að melta en kolvetni eða trefjar. Og þegar líkaminn þarf að vinna betur til að brjóta niður mat, þá er hann í leiðinni að brenna fleiri kaloríum.

Hot chilly

a 

Sterkur matur inniheldur capsaicin en það er efni sem að hækkar líkamshitann. Ef þú er hrifinn af sterkum mat þá ertu í góðum málum. Hann kýlir brennslunni af stað.

Quinoa

a 

Þetta litla súperkorn er stórt, já stórt vegna þess að það er pakkað af próteini og trefjum, bæði eru virk í að auka á brennslu.

Grænmetissúpa

a 

Þessi máltíð er eiginlega bara vatn. Grænmeti soðið í vatni til að gefa því bragð. H2O heldur þínum líkama gangandi og er það mjög mikilvægt varðandi brennslu.

Bláber

a 

Þessi ber eru að mestu leiti vatn, svona svipað og grænmetissúpan. Bláber halda þér gangandi, passa að brennslan sé á réttu róli og þau innihalda trefjar. Ef þú borðar bláber þá getur þú verið viss um að gera númer 2 á hverjum degi.

Heimildir: cosmopolitan.com