Fara í efni

10 mögnuð áhrif túrmeriks og curcumins á heilsu

Kryddið túrmerik er ótrúlega árangursríkt sem fæðubótarefni.
10 mögnuð áhrif túrmeriks og curcumins á heilsu

Kryddið túrmerik er ótrúlega árangursríkt sem fæðubótarefni.

Margar hágæða rannsóknir sýna að það hefur mikla kosti, bæði fyrir líkama og heila.

Hér er listi yfir 10 helstu kosti túrmeriks.

1. Túrmerik inniheldur lífvirk efni með öflug áhrif á heilsuna

Túrmerik er kryddið sem gerir karrý gult.

Það hefur verið notað á Indlandi í þúsundir ára jafnt sem krydd og lækningajurt.

Nýlega hafa vísindin staðfest það sem Indverjar hafa vitað í langan tíma … það inniheldur raunverulega efnasambönd með eiginleika til lækninga (1).

Þessi efnasambönd eru kölluð curcuminoids, það mikilvægasta er curcumin.

Curcumin er virkasta innihaldsefnið í túrmeriki. Það hefur öflug bólgueyðandi áhrif og er mjög sterkt andoxunarefni.

Hins vegar er curcumin innihald túrmeriks ekki svo mikið … aðeins um 3% miðað af þyngd (2).

Flestar rannsóknir á þessari jurt eru byggðar á túrmeriki þar sem skammtastærðir af curcumini eru yfirleitt hærri en 1 gramm á dag. Það er mjög erfitt að ná þessu magni einungis með því að fá túrmerik úr fæðu.

Þannig að … ef þú vilt hámarks áhrif, þá þarftu að taka inn túrmerik sem fæðubótarefni sem inniheldur umtalsvert curcumin.

Því miður þá frásogast curcumin illa inn í blóðrásina. Það hjálpar að taka inn svartan pipar með því, en hann inniheldur piperine … náttúrulegt efni sem eykur upptöku Curcumins um 2.000% (3).

Ég persónulega kyngi nokkrum heilum piparkornum með túrmerikinu mínu til að auka frásog curcumins.

Curcumin er einnig fituleysanlegt, svo það er góð hugmynd að taka það inn með mat.

Niðurstaða: Túrmerik inniheldur mikið af curcumini, efni sem er með öfluga bólgueyðandi og andoxunar eiginleika. Flestar rannsóknir nota túrmerik efni sem inniheldur mikið magn curcumins.

2. Curcumin er öflugt, 100% náttúrulegt, bólgueyðandi efni

Bólgur skipta okkur ótrúlega miklu máli.

Þær hjálpa líkamanum að berjast gegn árásum og hafa einnig hlutverki að gegna í viðgerð skemmdra vefja.

Án bólgna, gætu sýklar eins og bakteríur og sveppir auðveldlega tekið yfir líkama okkar og drepið okkur.

Þótt bráðar (skammtíma) bólgur séu gagnlegar, þá geta þær orðið mikið vandamál þegar þær verða langvarandi (krónískar) og beinast gegn eigin vefjum líkamans.

Nú er talið að langtíma óverulegar bólgur gegni mikilvægu hlutverki í næstum öllum langvarandi, vestrænum sjúkdómum. Hér á meðal eru hjartasjúkdómar, krabbamein, efnaskiptaheilkenni, Alzheimer og ýmis önnur hrörnunareinkenni (45,6).

Því er hugsanlegt að allt sem getur hjálpað til við að berjast gegn langtíma bólgum sé mikilvægt til að fyrirbyggja og jafnvel meðhöndla þessa sjúkdóma.

Það hefur komið í ljós að curcumin er sérlega bólgueyðandi, það er svo öflugt að það hefur svipaða verkun og bólgueyðandi lyf í sumum tilvikum (7).

Reyndar vinna bólgueyðandi áhrif curcumins að miklu leyti á sameindastigiinu.

Curcumin blokkar NF-kB, sem er sameind sem fer inn í kjarna fruma og virkjar ýmis gen sem tengjast bólgum. NF-kB er talið gegna mikilvægu hlutverki í mörgum langvinnum sjúkdómum (89).

Það dregur einnig úr nokkrum bólguvaldandi ensímum, þar með töldumcyklooxygenase, sem er einnig markmiðið með ýmsum bólgueyðandi lyfjum (1011).

Án þess að fara út í öll smáatriði (bólgur eru mjög flókin fyrirbæri), þá er lykilatriðið hér að curcumin er mjög virkt efni sem berst gegn bólgum á sameindastigi (12).

Í nokkrum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að virkni þess kemur vel út í samanburði við bólgueyðandi lyf … en án allra aukaverkana (1314).

Niðurstaða: Langvinnar bólgur eru þekktar fyrir að stuðla að mörgum algengum vestrænum sjúkdómum. Curcumin getur hamlað mörgum sameindum og ensímum sem vitað er að spila stórt hlutverk í bólgum.

3. Túrmerik eykur verulega afköst andoxunarefna í líkamanum

Oxunarskaði er talinn vera ein af ástæðunum fyrir öldrun og mörgum sjúkdómum.

Hann felur í sér sindurefni, sem eru mjög hvarfgjarnar sameindir með óparaðar rafeindir.

Sindurefni hafa tilhneigingu til að hvarfast við mikilvæg lífræn efni, eins og fitusýrur,prótein eða DNA.

Aðalástæða þess að andoxunarefni eru svona gagnleg, er sú að þau vernda líkama okkar fyrir sindurefnum og oxunarskaða.

Túrmerik inniheldur öflug andoxunarefni. Mikilvægasta andoxunarefnið í því er curcuminið sjálft.

Vegna efnafræðilegrar byggingar sinnar getur Curcumin eytt sindurefnum á eigin spýtur (1516).

Það má reyndar segja að curcumin slái tvær flugur í einu höggi í baráttunni gegn oxunarskaða. Það blokkar sindurefnin beint og örvar líka eigin andoxunarefni líkamans (171819).

Niðurstaða: Curcumin hefur öflug andoxunaráhrif. Efnið dregur úr sindurefnum á eigin spýtur auk þess að örva andoxunarensím líkamans.

4. Curcumin eflir BDNF, taugahormón sem tengist bættri heilastarfsemi og minni hættu á heilasjúkdómum

Áður fyrr var talið að taugafrumur væru ekki færar um að skiptast og margfaldast eftir barnæsku.

Hins vegar vitum við nú að þetta gerist.

Taugafrumur eru færar um að mynda ný tengsl (kallast taugamót), en á vissum svæðum heilans geta þær einnig margfaldast og fjölgað sér.

Einn af helstu drifkröftum þessa ferlis er Brain-Derived Neurotrophic Factor (BDNF), sem er tegund vaxtarhormóns sem virkar í heilanum (20).

Margir algengir heilasjúkdómar hafa verið tengdir við minnkað magn BDNF. Þar á meðal eru þunglyndi og Alzheimer (2122).

Það er athyglisvert að curcumin getur aukið magn BDNF í blóði og heila (2324).

Með þessu getur það verið árangursríkt til að tefja eða jafnvel snúa við mörgum sjúkdómum í heila og aldurstengdri minnkun heilastarfsemi (25).

Það er einnig möguleiki á að það geti hjálpað við að bæta minni og gera þig klárari. Það er rökrétt miðað við áhrif þess á BDNF magn, en það þarf að prófa þetta á mönnum í stýrðum rannsóknum (26).

Niðurstaða: Curcumin getur aukið magn heilahormónsins BDNF, sem eykur vöxt nýrra taugafruma og berst gegn ýmsum hrörnunarferlum í heilanum.

5. Curcumin leiðir til ýmissa umbóta sem ætti að draga úr hættu á hjartasjúkdómum

Hjartasjúkdómar eru helsta orsök dauða í heiminum (27).

Þetta hefur verið rannsakað gríðarlega mikið á síðustu áratugum og rannsakendur hafa lært mikið um hvers vegna svo er.

Hjartasjúkdómar eru ótrúlega flóknir og það er ýmislegt sem stuðlar að þeim.

Það hefur verið sýnt fram á að curcumin getur nýst til að vinna gegn áhrifum margra þeirra þátta sem valda hjarta- og æðasjúkdómum (28).

Kannski er helsti kosturinn við curcumin þegar kemur að hjartasjúkdómum sá að það bætir virkni æðaþelsins sem þekur æðarnar.

Það er vel þekkt að vanstarfsemi æðaþels er mikilvægur drifkraftur hjartasjúkdóma og felur í sér vangetu til að stjórna blóðþrýstingi, blóðstorknun og ýmsum öðrum þáttum (29).

Nokkrar rannsóknir benda til þess að curcumin leiði til umbóta í virkni æðaþels. Ein rannsókn sýnir að það sé jafn árangursríkt og hreyfing, önnur rannsókn sýnir að það virki jafn vel og lyfið atorvastatín (3031).

En curcumin dregur einnig úr bólgum og oxun (eins og fjallað var um hér að framan), sem eru líka mikilvæg í baráttunni gegn hjartasjúkdómum.

Í einni rannsókn var 121 sjúklingi sem gengust undir opna hjáveituaðgerð slembiraðað annaðhvort í lyfleysuhóp eða hóp sem fékk 4 grömm af curcumini á dag, í nokkra daga fyrir og eftir aðgerð.

Curcumin hópurinn var í 65% minni hættu á að fá hjartaáfall á sjúkrahúsinu (32).

Niðurstaða: Curcumin hefur jákvæð áhrif á nokkra þætti sem vitað er að gegna hlutverki í hjartasjúkdómum. Það bætir virkni æðaþels og er öflugt bólgueyðandi lyf og andoxunarefni.

6. Túrmerik getur hjálpað við að koma í veg fyrir krabbamein

Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur, sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma.

Það eru til margar mismunandi gerðir krabbameins, en það hefur nokkra sameiginlega þætti, sem sumir hverjir virðast verða fyrir áhrifum af curcumin fæðubótarefninu (33).

Vísindamenn hafa verið að rannsaka curcumin sem jákvæða jurt í krabbameinsmeðferð. Það getur haft áhrif á krabbameinsvöxt, auk þróunar og útbreiðslu þess á sameindastigi (34).

Rannsóknir sýna að það getur dregið úr æðamyndun (vexti nýrra æða í æxlum), meinvörpum (útbreiðslu krabbameins), sem og að stuðla að dauða krabbameinsfruma (35).

Margar rannsóknir hafa sýnt að curcumin getur dregið úr vexti krabbameinsfruma í rannsóknarstofum og hindrað vöxt æxla í tilraunadýrum (3637).

Hvort háskammtameðferð curcumins (helst með hvata eins og pipar) geti hjálpað gegn krabbameini í mönnum hefur ekki enn verið prófað almennilega.

Hins vegar er nokkur sönnun fyrir því að það geti hindrað að krabbamein geri vart við sig, sérstaklega krabbamein í meltingarfvegi (eins og ristilkrabbameini) – þar sem styrkur curcumins er hæstur.

Í einum áfanga klínískrar rannsóknar á 44 karlmönnum með mein í ristli sem stundum verða að krabbameinum, þá drógu 4 grömm af curcumini á dag í 30 daga úr slíkum meinum um 40% (38).

Kannski verður curcumin einn daginn notað ásamt hefðbundinni krabbameinsmeðferð. Það er of snemmt að segja um þetta fyrir víst, en það lítur vel út og er mikið verið að rannsaka það.

Niðurstaða: Curcumin leiðir til nokkurra breytinga á sameindastigi sem geta hjálpað við að hindra krabbamein.

7. Curcumin getur verið gagnlegt til að fyrirbyggja og meðhöndla Alzheimer

Alzheimer er algengasti taugahrörnunarsjúkdómur í heiminum og leiðandi orsök vitglapa.

Því miður, þá er ennþá engin góð meðferð í boði fyrir Alzheimer.

Því er afar mikilvægt að gera allt til sem hægt er til að koma í veg fyrir að hans verði vart.

Það geta verið góðar fréttir út við sjóndeildarhringinn, því sýnt hefur verið fram á að curcumin kemst yfir blóð-heila þröskuldinn (39).

Það er þekkt að bólgu- og oxunarskemmdir gegna hlutverki í sambandi við Alzheimer. Eins og við vitum, þá hefur curcumin jákvæð áhrif á hvoru tveggja (40).

En eitt lykileinkenna Alzheimer er uppbygging próteinflækja sem kallast Amýloid-plaques. Rannsóknir sýna að curcumin getur hjálpað til við að hreinsa þær í burtu (41).

Hvort sem curcumin getur í raun hægt á eða jafnvel snúið við framvindu Alzheimer þarf að rannsaka almennilega (42).

Niðurstaða: Curcumin kemst yfir blóð-heila þröskuldinn og það hefur verið sýnt fram á að það leiðir til ýmissa framfara í meinafræðilegu ferli Alzheimer.

8. Liðagigtar sjúklingar bregðast mjög vel við curcumini

Liðagigt er algengt vandamál á Vesturlöndum.

Það eru til nokkrar mismunandi gerðir, en flestar fela í sér einhvers konar bólgu í liðum.

Í ljósi þess að curcumin er bólgueyðandi, er rökrétt að það hjálpi til við liðagigt. Nokkrar rannsóknir sýna að svo er.

Í undirbúningsrannsókn sjúklinga með iktsýki, kom í ljós að curcumin hafði jafnvel enn meiri áhrif en díklófenak, bólgueyðandi lyf (43).

Margar aðrar rannsóknir hafa skoðað áhrif curcumins á liðagigt og fundið jákvæð áhrif á ýmis einkenni (4445).

Niðurstaða: Liðagigt er algeng truflun sem einkennist af bólgumyndun í liðum. Margar rannsóknir sýna að curcumin getur hjálpað til við meðferð á einkennum liðagigtar og er í sumum tilfellum áhrifaríkara en bólgueyðandi lyf.

9. Rannsóknir sýna að curcumin hefur góð áhrif gegn þunglyndi

Curcumin virðist geta haft mjög jákvæð áhrif á þunglyndi, sem er eins og við vitum ótrúlega algengt.

Í stýrðri rannsókn var 60 sjúklingum raðað af handahófi í þrjá flokka (46).

Einn hópur tók Prósak, annar hópur tók gramm af curcumini og þriðji hópurinn tók bæði Prósak og curcumin.

Eftir 6 vikur hafði curcumin leitt til endurbóta sem voru svipaðar og hjá þeim sem tóku inn Prósak. Hópurinn sem tók bæði Prósak og curcumin kom best út.

Samkvæmt þessari (litlu) rannsókn, var curcumin jafn árangursríkt og SSRI þunglyndislyf.

Þunglyndi er einnig tengt við lækkun á styrk BDNF í heila og minnkandi starfsemi heilasvæðis sem gegnir hlutverki varðandi nám og minni.

Curcumin hækkar BNDF magn, sem hugsanlega snýr við sumum þessara breytinga (47).

Það eru einnig vísbendingar um að curcumin geti aukið magn heila boðefnanna serótóníns og dópamíns (4849).

Niðurstaða: Rannsókn á 60 þunglyndissjúklingum sýndi að curcumin var jafnvirkt og Prósak til að draga úr einkennum þunglyndis.

10. Curcumin getur hjálpað til við að draga úr öldrun og berjast gegn aldurstengdum langvinnum sjúkdómum

Ef curcumin getur raunverulega komið í veg fyrir hjartasjúkdóma, krabbamein og Alzheimer … þá hefur það augljósan ávinning varðandi langlífi.

Af þessum sökum, hefur það orðið mjög vinsælt sem fæðubótarefni gegn öldrun (50).

En í ljósi þess að oxun og bólga eru talin gegna hlutverki í öldrun, getur curcumin haft áhrif sem gera miklu meira en bara að koma í veg fyrir sjúkdóma (51).

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

 

Grein af vef betrinaering.is