Fara í efni

Vitund gagnvart næringu - hugleiðing frá Guðna á miðvikudegi

Vitund gagnvart næringu - hugleiðing frá Guðna á miðvikudegi

STÆRSTA TÆKIFÆRIÐ – 150 SINNUM Á MÁNUÐI.


Stærsta tækifærið til vaxtar felst í viðhorfi þínu til nær- ingar: Hvað þú borðar, hvenær, hversu mikið og á hvaða forsendum. Engin athöfn er stærri í lífinu; engin athöfn hefur jafn mikil áhrif. Samt étum við oft og drekkum hugsunarlaust, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Að koma inn í vitund gagnvart næringu er dásamlegt skref inn í kraftaverk lífsins.

Það eru engin skil á milli líkama og sálar. Ef við setjum líkamlegt ástand í samhengi við andlega líðan förum við að skilja ýmislegt betur – sérstaklega ef við hlustum á líkamlega kvilla og óþægindi og skiljum að þeir eru aðeins orka sem við höfum ráðstafað í skort. Öll tilvist okkar býr yfir flóru sem er bæði andleg og líkamleg. Í líkamanum fyrirfinnast til dæmis bakteríur, sem eru árásargjarnar og geta skaðað, en líka sveppir, sem í eðli sínu eru aðgerðarlausir og óvirkir (passífir). Ef þú færð til dæmis ítrekaðar sveppasýkingar þarftu að spyrja þig hvað liggi að baki. Er eitthvað í næringunni sem veldur því?

Er eitthvað í sálarlífinu sem gerir það?
Vísbendingarnar eru alltaf til staðar um leið og þú ferð að hlusta á skilaboðin. Líkami okkar er stærsta bók þekkingar sem fyrirfinnst.

Hann býr yfir öllum upp- lýsingum sem þörf er á. Það eina sem við þurfum að
gera er að hlusta á innihaldið eða blaða í bókinni – taka mark á því sem við upplifum frá líkamanum. Flóra allrar þinnar tilvistar og innra umhverfi, andlegt og líkamlegt, skapar annaðhvort umhverfi velsældar eða vansældar; annaðhvort búum við í hreinu og vel snyrtu hverfi með breiðum götum og góðri götulýsingu eða í niðurníddu hverfi þar sem enginn hlúir að neinu og rusl og annar úrgangur liggur á víð og dreif.