Fara í efni

Við hugsum í myndum - Guðni og hugleiðing dagsins

Við hugsum í myndum - Guðni og hugleiðing dagsins

Sýnin er „hvað sé ég?“

Við hugsum í myndum, allar hugsanir eru myndir. Við erum lifandi myndvarpar. Hvað vil ég? Hvaða mynd er ég að selja mér? Þeir sem sjá fyrir sér fallegar og stórar myndir og hafa ástríðu til að halda þeim á lofti búa til allt aðra lífsmynd en hinir, sem eiga sér litlar og dökkar myndir sem lítill straumur er á. Þú getur ekki lýst upp veginn framundan ef það er ekki ljós á perunni þinni.

Hvaða verkefni ýta undir tilganginn og færa þig í átt að markmiðunum? Sýnin er innblásturinn – það sem hvetur þig áfram. Í sýninni opinberast heimildin sem þú hefur til velsældar, því þú ferð aldrei lengra en þú getur séð fyrir þér að þú farir. Sýnin er leiðar- ljósið – sýnin getur breyst dag frá degi, en þegar hún er byggð á traustum grunni og skýrum tilgangi þá verður hún kjölfesta stöðugleikans. Sýn er ekki markmið, samt verður sýn að veruleika þótt það gerist ekki markvisst eða innan ramma tímasetninga eða áætlana. Ástríðan getur verið hvati sem flýtir fyrir birtingu sýnarinnar, en til að sýnin geti orðið að markmiði þarf hún umgjörð.