Fara í efni

Við erum eins og við erum afþví við mótuðum okkur þannig - hugleiðing dagsins

Við erum eins og við erum afþví við mótuðum okkur þannig - hugleiðing dagsins

VIÐ ERUM ÞAR SEM VIÐ ERUM AF ÞVÍ AÐ VIÐ FÓRUM ÞANGAÐ

Og við erum eins og við erum af því að við mótuðum okkur þannig. Eitt það merkilegasta sem ég verð vitni að í minni tilvist er að allir segjast vilja vera heilbrigðir, en lífsstíll þeirra og hegðun er ekki í neinu samræmi við þá yfirlýsingu.

Það segjast allir vilja vera fjárhagslega sjálf- stæðir, en þegar ég spyr fólk hvort það hafi fjárhags- legar áætlanir eða hafi skapað umgjörð um fjárhag- inn sinn og lífið þá er svarið nær undantekningarlaust neikvætt.

Samt eru peningar orka sem allir kunna að fara með. Það beina allir peningunum sínum í rétta átt, eftir þörfum; eftir því hvort leiðin liggur upp eða niður. Viljandi eða óviljandi getum við aðeins varið peningum í vansæld eða velsæld.