Vellķšan eftir aš hafa slökkt sinn eld - Gušni meš hugleišingu dagsins

Aš slökkva elda

Líf venjulegs manns sem lifir venjulegu lífi í venjulegu húsi felst í hlaupum á milli elda sem hann telur sig žurfa aš slökkva sem allra fyrst. Á hlaupunum í áttina aš einum eldi hefur žessi venjulegi mašur áhyggjur af žví aš einhver annar eldur sé farinn aš loga of glatt; aš hann hafi tekiš ranga ákvöršun. Honum líšur vel žegar hann hefur slökkt einn eld eša minnkaš hann verulega og žá ánęgju kallar hann stóru nafni ...

Hamingja.

Hann kallar tilfinninguna hamingju, en samt er žetta neyšarstjórnun og umsýsla á stjórnlausri orku sem hefur engan tilgang. Eša, bíšum nú viš ...

Orkan hefur alltaf tilgang. Hún er alltaf á leišinni á sinn staš. Viš rášstöfum henni hins vegar ekki sjálf heldur er henni rášstafaš af öšrum í kringum okkur.

Viš höfum ašgang aš orku en stjórnum henni ekki sjálf. Af hverju? Af žví aš fórnarlambshlutverkiš viršist svo aušvelt. Af žví aš viš viljum ekki bera ábyrgš á eigin hamingju og óhamingju.

Viš viljum frekar slökkva elda. Viš viljum frekar skammast í öšru fólki fyrir aš kveikja elda í lífi okkar en aš opna fašminn, grípa orkuna og ákveša hvernig viš veljum aš rášstafa henni.

„En ég hélt ég bara myndi varla nenna en žaš bera allir hrísvönd á bálköstinn sinn
og svo brenna žeir og brenna og brenna og brenna og brenna.“

Žessar línur söng Megas og lýsti žví snilldarlega hvernig viš erum okkar eigin ógęfu smišir – hvernig viš brennum okkur á grimmu báli sektarinnar eins og nornir og skörum eldinn aš eigin báli, alveg upp á eigin spýtur.

 

 


Athugasemdir


Svęši

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg į Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile śtgįfa af heilsutorg.com
  • Veftré