Fara í efni

Vanþakklætið - hugleiðing dagsins

Vanþakklætið - hugleiðing dagsins

VANÞAKKLÆTI ER ÖSKUR SKORTDÝRSINS

Eina fátæktin sem ég hef upplifað og orðið vitni að er vanþakklæti, þ.e. þegar manneskja telur ekki blessanir sínar.

Vanþakklæti er hámark fjarverunnar, fíkill á flugi – þegar ég vil ekki vera eins og ég er, hérna, núna.

Vanþakklæti er takmarkalaus frekja, háværasta öskur skortdýrsins. Sá sem telur blessanir sínar veit að hann er geisli guðs og að tíðni þakklætis er opinberun geislans.

Í þakklæti byrjum við að glóa og gefa af okkur í samræmi við tilfinningar okkar en ekki aðgerðir. Við skiljum að í þakklæti er enginn skortur, aðeins ljós