Fara í efni

Vani og kækur - Hugleiðing Guðna á miðvikudegi

Ljósmynd: Eran Yerushalmi
Ljósmynd: Eran Yerushalmi

VANI OG KÆKUR eru álög – hugtök skorts þar sem þú bregst við eins og dýr, án þess að velja í vitund.

FERLI er valið far sem þú skapar með því að velja við-bragð í fullri vitund – í stað þess að bregðast við eins og dýr.

HEFÐ er ferli sem við höfum gróðursett og látið skjóta rótum. Þannig sköpum við umgjörð í vitund. Með því að framkvæma ferli velsældar, aftur og aftur, festum við þau í sessi og breytum þeim í hefðir (og jafnvel upphefðir).