Syndir fešranna - hugleišing į sunnudegi

Ljósmynd: Eran Yerushalmi
Ljósmynd: Eran Yerushalmi

Er mín saga mín saga?

Žetta er hęgt aš tengja viš syndir fešranna sem viš erum sögš bera meš okkur, kynslóš eftir kynslóš. Viš erfum sögur af afrekum forfešra okkar – hvernig žeir brutust út úr erfišum ašstęšum og á hvaša forsendum. Viš erfum sögur af žví hvernig žeir upplifšu sorg og sársauka; hvernig žeir steyttu á skeri og hvernig žeir brotlentu. Viš erfum sögur af žví hvernig haršur heimurinn hefur leikiš fjölskyldumešlimi og hvernig ekkert er gefiš í žessum heimi.

Žessar sögur elta okkur í okkar eigin lífi. Žęr eru áhrifamiklar, eins og allt annaš sem erfist í gegnum fjölskylduböndin og sameiginlega tilvist og tilfinningar.

Sá sem vex gagnrýnislaust úr grasi meš erfšasögur fjölskyldu sinnar í eyrunum mun nota bošskapinn í žeim til aš reka sitt eigiš líf. Í sögunum felast hugmyndir um hegšun og grunngildi sem annašhvort leiša til vansęldar eša velsęldar.

Sá sem fýkur eins og lauf í vindi og lifir á sjálfvirkum forsendum skortdýrsins mun taka žessi gildi upp, órit­ skošuš, og lifa eftir žeim.

En žęr hugmyndir sem viš erfum eru ekki okkar gildi. Bošskapurinn sem berst okkur í gegnum sögur forfešranna getur hafa byggst á forsendum sem viš žekkjum ekki – rétt eins og konan sem sauš sunnudagssteikina alltaf í tveimur pottum af žví aš mamma hennar gerši žaš, en mamman hafši gert žaš vegna žess aš hún átti ekki nógu stóran pott.

 

 


Athugasemdir


Svęši

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg į Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile śtgįfa af heilsutorg.com
  • Veftré