Fara í efni

Sjáðu fyrir þér manneskju - hugleiðing mánudags

Sjáðu fyrir þér manneskju - hugleiðing mánudags

Ef þú getur ekki séð fyrir þér – þá geturðu ekki séð fyrir þér

Sestu í þægilegan stól. Færðu tungubroddinn upp í efri góm með þeim ásetningi að tengjast hjartanu. Sjáðu fyrir þér manneskju sem er tengd við jörðina, sjálfa sig og alheiminn.

Leyfðu þinni innri tilvist að melta þínar hugmyndir um dyggðir, gildi, tilgang, sýn, markmið og framkvæmdaáætlun. Gefðu þér rými til að skilja muninn á þessum hugtökum – stattu með þér, ekki gefast upp, ekki rífa þig niður ef skilningurinn kemur ekki eins fljótt og þú vilt. Lítur þú upp til þín eða niður á þig?