Fara í efni

Lærum að líta á líffæri okkar - hugleiðing dagsins

Lærum að líta á líffæri okkar - hugleiðing dagsins

Við erum að ganga nærri jarðvegi náttúrunnar. Hann hættir að geta gefið af sér, píndur og viðbættur svo lengi og svo mikið að hann glatar eiginleikum sínum.

Nákvæmlega það sama gildir um líkamann.

Hann hættir að ráða við að vinna úr tilvist okkar og líkaminn sem jarðvegur verður svo rýr að hann getur ekki viðhaldið heilsunni. Þetta breytist ekki fyrr en við lærum að líta á líffæri okkar og frumur sem okkar jarðveg, okkar jurtir – fyrr en við tökum ábyrgð á því hvernig við ræktum okkar eigin flóru.