Fara í efni

Innsæið - Guðni með hugleiðingu á fimmtudegi

Ljósmynd: Bragi Kort
Ljósmynd: Bragi Kort

INNSÆISÆFINGAR

Við veitum athygli og erum kærleiksríkt vitni í eigin tilvist. Við umföðmum týnda soninn þegar hann kemur heim, í staðinn fyrir að vísa honum burt eða afneita honum. Við hjálpum okkur á fætur þegar við dettum.

Hvernig vitum við að við erum að heyra í innsæinu en ekki skortdýrinu? Innsæið er leiftur, hugboð. Um leið og samræður eru farnar í gang er ljóst að skilaboðin koma frá heilanum og skortdýrinu.

Við finnum fyrir hjartanu, fyrir umhverfinu, fyrir snertingu okkar við annað fólk og heiminn. Við tökum eftir tilfinningum okkar þegar við nærumst, förum af fullum krafti inn í nánd við hvert tækifæri og lærum að fara djúpt inn í eigin tilvist.