Fara í efni

Í dag ætlum við að byrja á því að skrifa niður minnst tíu hluti sem við viljum fyrirgefa sjálfum okkur - Guðni og hugleiðing dagsins

Í dag ætlum við að byrja á því að skrifa niður minnst tíu hluti sem við viljum fyrirgefa sjálfum okk…

Ábyrgð er forsenda fyrirgefningar – fyrirgefningin er forsenda ábyrgðar

Í dag ætlum við að byrja á því að skrifa niður minnst tíu hluti sem við viljum fyrirgefa sjálfum okkur fyrir. Þetta geta verið atvik úr nálægri eða fjarlægri fortíð, eitthvað sem við gerðum eða gerðum ekki, en þetta getur líka verið almenn hegðun, t.d. að borða mikið sælgæti, að drekka mikið áfengi, að fresta, að horfa mikið á sjónvarp, að vera mikið á netinu, að hugsa ekki nógu vel um foreldrana o.s.frv.

Við eigum okkur öll hliðar í lífinu sem við notum til að skammast í okkur og beitum okkur miklu ofbeldi. Með því að fyrirgefa okkur fyrir þessa „neikvæðu“ hegðun lýsum við því yfir að við tökum á henni fulla ábyrgð og skiljum að þetta var einmitt það sem við vildum.

Um leið og við fyrirgefum okkur aukast líkurnar á því að við viljum láta af þessari sömu hegðun og stígum í átt að velsæld og frelsi. Við vitum að við höfum sleppt og losað þegar það er engin ólykt í kringum okkur lengur, þegar við skynjum að okkar tilvist er hrein og skýr.