Fara í efni

Hver er þinn tilgangur - hugleiðing frá Guðna

Hver er þinn tilgangur - hugleiðing frá Guðna

TILGANGUR

Tilgangur lífsins er að vakna til vitundar og uppgötva frjálsan vilja. Hver er þinn tilgangur?

Uppljómuð manneskja upplifir sanna hamingju markmiða sinna í hverju augnabliki. Markmið hennar byggja á tilgangi og á bak við hann liggja gildi, en það sem gerir henni kleift að ná markmiðum sínum er sterk sýn. Tilgangurinn er forsenda hamingjunnar – hann er „af hverju“? Af hverju gerirðu það sem þú gerir? Hver er tilgangurinn með því? Hvert stefnirðu með því sem þú gerir? Hvaða hlutverki viltu gegna? Hvernig ætlar þú að veit þínu ljósi og deila því?

Það er stór munur á því að vera leiðtogi og stjórnandi. Tilgangur byggður á gildum og kjarna sem er tengdur hjartanu er aðalsmerki leiðtogans. Stjórnandinn er hins vegar handbendi duttlunga, hvata og óreiðu til að tryggja að hann sé nógu upptekinn til að vera aldrei og hvergi.