Fara í efni

Guðni og hugleiðing á mánudegi

Guðni og hugleiðing á mánudegi

ÞAKKLÆTI UPPLIFIST AÐEINS Í HJARTANU

Í þakklæti erum við tendruð og tengd, í fullri snertingu við alheiminn og í samhljómi með þessu eina versi sem alheimurinn er og nefnist uni-versum.

Við tökum fullan þátt í tilverunni og skiljum allt okkar orsakasamhengi, skiljum að það er aðeins eitt lögmál og það er lögmálið um orsök og afleiðingu.

Við skiljum að forsenda þakklætis er vitneskja um að allt lífið sé blessun, að ást sé eina tilfinningin og að allur efi, græðgi og skortur sé hluti af leik skortdýrsins.

Við skiljum að eina raunverulega fátæktin er þegar við teljum ekki blessanir okkar. Við skiljum líka að tilurð skortdýrsins er blessun – og einmitt þess vegna er skortdýrið okkar núna valdalaust, í dvala.