Fara í efni

Án neistans er enginn bruni - hugleiðing dagsins

Án neistans er enginn bruni - hugleiðing dagsins
OLÍUHREINSUNARSTÖÐIN
 
95 oktana – sem er mælikvarði á það hversu hratt bens- ínið brennur og hversu hreinn loginn er. Flugvélabensín er meira unnið og hreinsað og þess vegna brennur það hraðar og af meiri krafti – það er hreinna vegna þess að olíuhreinsistöðin hefur haft meira fyrir því að vinna það, hún hefur lagt sig meira fram við að fullnýta orkuna í hráolíunni. Ferlið er lengra og vandaðra.

Mjög svipað ferli gerist innra með okkur. Við búum yfir græjum sem jafnast á við bestu olíuhreinsunarstöð – þær græjur eru tennurnar í munninum. Til að líkaminn geti fullnýtt orkuna úr matnum (búið til flugvélabensín sem brennur hratt og hreint) verðum við að tyggja matinn vel og vandlega og leyfa ensímunum í munnvatninu að hefja niðurbrotið á matnum.
Líkaminn býr yfir orku. Það fer mikil orka í að melta fæðuna og skila næringunni úr henni út í líkamann. Þess vegna erum við að rýra gildi næringarinnar með því að nota ekki tennurnar til að tyggja matinn almennilega og afneita velsæld með því að nýta ekki til fulls orkuna sem býr í næringunni.

Illa tugginn matur er margfalt erfiðari viðfangs; maginn þarf að hafa mikið fyrir því að fullvinna hann og ná úr honum næringarefnunum. Þess vegna býðst okkur að tyggja vel og vandlega til að tryggja súrefnisblöndun og niðurbrot áður en við kyngjum.

Það mikilvægasta er samt að það verður ekkert bál af engum neista, rétt eins og í vélinni á bílnum þínum. Þú setur bensín á bílinn, bensínið fer inn í rými vélarinnar og rennur þar saman við súrefni. Eldsneyti + súrefni + rými jafngildir bruna. En til að bruninn byrji þarf kveikju. Það þarf alltaf neista til að koma öllu af stað; það þarf rafmagn.
 
Án neistans er enginn bruni, ekkert líf, engin orka. Og ef við borðum dauðan mat alla daga er ekki við því að búast að líkaminn vinni á fullri orku. Í honum er enginn lífsneisti.