Fara í efni

Að breyta um viðhorf og sjónarhorn - Guðni og hugleiðing á laugardegi

Að breyta um viðhorf og sjónarhorn - Guðni og hugleiðing á laugardegi

VIÐHORFIN OPINBERA OKKUR

Hugsanlega var sýn okkar byggð á skekktum forsendum ótta og skorts. Eina leiðin til að breyta forsendum tilvistar okkar er að breyta um viðhorf og sjónarhorn.

Við getum núna farið í fulla tjáningu og fullt frelsi til að hafa vald yfir eigin lífi og þora að opinbera hjartað og alla okkar tilvist.

Við elskum okkur svo mikið að við beitum kærleiksríkum aga í eigin lífi, framfylgjum eigin áætlunum og fylgjumst grannt með eigin birtingu, því við vitum að ótti okkar við eigin tjáningu er ávísun á takmarkaða heimild. Við fylgjumst með orðum og gjörðum okkar, því að þau opinbera okkur og hvort heimildin til velsældar er í samræmi við yfirlýstan vilja.