Fara í efni

Að borða eins og vél - hugleiðing dagsins

Ljósmynd: Eran Yerushalmi
Ljósmynd: Eran Yerushalmi

HVERSU MIKIÐ Á ÉG AÐ BORÐA OG HVERSU OFT?

Hingað til hefurðu borðað eins og vél, sjálfkrafa á ákveðnum tímum dags og nánast sjálfkrafa þegar þér líður illa (og líka þegar þér líður vel). Þessu breytum við og þú lærir að skynja hvenær þú ert svangur og hvenær ekki.

Við eigum nefnilega að borða þegar við erum svöng. Við erum að drepa okkur með mikilli neyslu því að með því að borða umfram umbreytingargetu líkamans minnkar bruninn í öllu kerfinu og þar með orkan sem við upplifum – sem aftur segir líkamanum að kalla á meiri næringu. Þetta er stór hluti af vítahringnum.

Við eigum að borða þegar við erum svöng, en þó er almennt mælt með því að þú nærir þig á þriggja tíma fresti til að koma í veg fyrir orkusveiflur í líkamanum. Það viðheldur virkni meltingarfæranna, rétt eins og við við- höldum bruna í kamínunni með því að bæta reglulega á eldinn. Þá er ekki átt við stórar máltíðir heldur frekar ávexti, ferskt grænmeti, hnetur eða fræ. Manneldisráð og Lýðheilsustöð mæla t.d. með því að fullorðnir einstaklingar innbyrði að minnsta kosti 500 grömm af grænmeti og ávöxtum á dag.