Fara í efni

Myntu súkkulaði smoothie sem slær á sykurlöngun, ertu með?

Ætlarðu? Þú getur sko sannarlega „freistað þín” með þessum myntu og súkkulaði smoothie með góðri samvisku því hann er sannarlega sykurlaus og algjör draumur Yfir 12 þúsund byrjuðu sykurlausir í gær og ætla sér að borða eina sykurlausa uppskrift á dag í 14 daga og þú ættir sjálfsagt að vera með líka!
Myntu súkkulaði smoothie sem slær á sykurlöngun, ertu með?

Ætlarðu?

Þú getur sko sannarlega „freistað þín” með þessum myntu og súkkulaði smoothie með góðri samvisku því hann er sannarlega sykurlaus og algjör draumur

Yfir 12 þúsund byrjuðu sykurlausir í gær og ætla sér að borða eina sykurlausa uppskrift á dag í 14 daga og þú ættir sjálfsagt að vera með líka!

Þetta er þitt tækifæri að fá ókeypis uppskriftir, innkaupalista og hollráð og ná að léttast, auka orkuna og finna fyrir vellíðan jafnvel þótt þú sért í ferðalagi, ekki leyfa þessari gömlu röddu koma upp um þig.

Með einni sykurlausri uppskrift á dag.

Farðu hér til að hoppa um borð í sykurlausu lestina og fáðu tafarlaust sent til þín fyrstu uppskriftir og innkaupalista fyrir viku 1 með skráningu fyrir fimmtudag komandi ásamt aðgangi að sérstakri lokaðir facebook grúppu og sykurlausri-stemmningu!

Vissir þú að ein helsta orsök sykurlöngunar er vegna skorts á næringarefnum eins og magnesíum, góðri fitu, próteini, króm og fleirum.

Screenshot 2015-07-02 10.06.51

Fæðutegundir sem slá á sykurlöngun er sannarlega þema hverra viku fyrir sig í gegnum áskorunina, lykilfæðutegundir þessa viku eru stökkar kakónibbur, grænkál, chia fræ og möndlur. Allt sem er dúndrað í þennan saðsama Myntu-súkkulaði smoothie minn.

Kakónibbur

Kakónibbur eru sérlega næringarríkar og ríkar í magnesíum, einnig eru þær prótein og koffínríkar. Skortur á magnesíum getur verið einn meginorsök sykurlöngunar. Einnig getur sykurlöngun verið orsök af skorti á ást og nærveru annarra og innihalda kakónibbur efnið Theobromine sem er gjarnan kennt við vellíðan. Ef þú sækir gjarnan í sykur fyrir orku prófaðu að hafa nokkrar kakónibbur við hendi til að „nibba” í.

Sykurlausu uppskriftirnar gerast ekki betri með þessum myntu-kakó drykk og meira segja kakónibbu-LAX. 

Chia fræ

Chia fræin eru algjört ofurfæði. Fræin gera það að verkum að umbreyting kolvetnis í sykur í líkamanum verður hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni sem dregur jafnframt úr sykurlöngun. Þau eru frábær uppspretta af andoxunarefnum, heilpróteinum, vítamínum og steinefnum. Þau eru einnig ríkasta plöntu-uppspretta af omega-3 fitusýrum í heiminum.

Ég nota chia fræin og kakónibburnar frá Rainforest sem fæst í Nettó.

Möndlur og avocadó

Avocadóin og möndlurnar gefa okkur þessa góðu fitu og prótein sem við þurfum til að upplifa seddu og vellíðan eftir máltíð og einnig heldur hún einnig blóðsykri í jafnvægi. Avocadó gefa okkur vandmeðfarið prótein og magnesíum, einnig gefa þau okkur hágæða fitu sem styður við þyngdartap. Möndlur eru kolvetnislágar en háar í prótíni og fitu sem styður við þyngdartap. Þær eru gjarnan notaðar vegna hægðatregðu og meira að segja til að létta á kvefeinkennum og koma jafnvægi á blóðsykurstig líkamans. Möndlur eru því tilvalið snarl til að halda blóðsykri og slá á sykurlöngun.

Fersk Mynta og Ekta Súkkulaði Smoothie sem slær á sykurlöngun

Kakó og myntu smoothie-inn minn er ótrúlega einfaldur og góður, sjáðu mig útbúa hann.

Copy of Untitled design (2)

 

~  Uppskrift fyrir 2

3 grænkálsblöðScreenshot 2015-07-02 10.04.34

1 avocadó

Handfylli af ferskri myntu

2 tsk chia fræ

2 msk kakónibbur

4 döðlur eða 6 dropar stevia

100g möndlur eða möndlumjólk

1 msk lífrænt kakó (val)

Vanilludropi(val)                              

3 bollar vatn*

Klakar (val)                                                               

 Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og njótið vel. 

*athugið ef þið notið möndlumjólk í staðinn fyrir heilar möndlur er því bætt útí í stað vatns.

Gerist ekki einfaldara en þetta, ekki satt?  Það fer eftir smekk hvort þú þurfir að bæta við meira af mintu eða kakónibbum, persónulega kýs ég þennan drykk akkurat svona.

Þetta er aðeins ein þeirra ómóstæðilega uppskriftum framundan þessa viku, næst er það kakónibbulax, veggie power salat og nammigott súkkulaði kex!

Hollráð:

Geturðu gert drykkinn fram í tíma og geymt í kæli ferskan í 2-3 daga. Einnig fæst sykurlaus drykkur ef þú ert á ferðinni sem ég hannaði á Gló Fákafeni í gegnum áskorunina á tilboði ásamt öðru sykurlausu með skráningu í áskorunina. 

Sé þig hinum megin í sykurlausu áskoruninni, farðu hér ef þú ert ekki skráð/ur 

Ef þér líkaði greinin, smelltu á like á facebook og deildu með vinum og ekki hika við að skrá þig í sykurlausu áskorunina, sykurleysið verður bráð leikur einn fyrir þér

Umfram allt eigðu yndislega viku.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi