Fara í efni

Hinn fullkomni partýplatti!

Ertu klár fyrir Eurovision? Veitingar, drykkir og glimmer.. Hvað með að hafa Eurovision partýið í hollari kantinum í ár? Hér eru nokkrar hugmyndir af einföldum partýmat sem mun slá í gegn.
Hinn fullkomni partýplatti!

Ertu klár fyrir Eurovision?

Veitingar, drykkir og glimmer..

Hvað með að hafa Eurovision partýið í hollari kantinum í ár? Hér eru nokkrar hugmyndir af einföldum partýmat sem mun slá í gegn.

Hinn fullkomni Eurovision-partýplatti

Eitthvað bragðmikið, saltað, ferskt og sætt

fersk ber (jarðaber, bláber, kirsuber, vínber)
geitaostur, brie ostur eða vegan smurostur
hummus (sjá uppskrift af bleikum hummus neðar)
glútenlaust kex bland, t.d frá Mary gone crackers og Orgran með chia, kínóa eða bókhveiti
eitthvað sætt eins og t.d súkkulaðikúlurfylltar döðlur á 2 mín eða súkkulaðibrownies með poppuðu kínóa.

Aðrar hugmyndir:
ólífur (grænar og svartar)
popp
ferskar fíkjur
hnetublanda (t.d frá Sólgæti eða Acti)

Útbúið bleika hummusinn. Skerið ávexti. Raðið fallega á partýplattann og berið fram. Gott með með lífrænu rauðvíni, glúteinlausum bjór eða hreinum Kristal.

Bleikur og kryddaður hummus
1 stór rauðrófa, elduð (það má nota forsoðnar lífrænar rauðrófur sem fást í innsigluðum umbúðum)
1/2 bolli spíraðar baunir eða kjúklingabaunir í dós t.d frá Biona.
3 msk sólblómaolía (eða ólífuolía) t.d frá Biona
3 msk sítrónusafi (eða meira)
2 góðar lúkur ferskt kóríander
2 góðar lúkur fersk basilíka
salt og pipar eftir smekk

1. Skolið af kjúklingabaununum ef þið notið úr dós. 
2. Setjið rauðrófu í blandara og maukið. 
3. Bætið rest af innihaldsefnum út í og blandið vel. Geymist í allt að 5 daga í kæli.

Ég vona að þessar hugmyndir komi sér vel! Endilega taggið @julias.food á instagram með ykkar útfærslu ef þið prófið! Það er alltaf gaman að sjá myndir frá ykkur!

Ef þú ert með brennandi spurningu, tillögu að uppskrift eða viðfangsefni sem þú vilt að ég svari máttu endilega senda mér það hér og hver veit nema þín ósk birtist hér á blogginu í sumar.  Smelltu hér til að senda mér hana!

Heilsa og hamingja,
jmsignature

fæðuteg leiðarvísir