Fara í efni

Græjum hollan mat til að eiga í nesti.

Eggaldin er lúxus matur :) Og hægt að nota með steiktu grænmeti, baka það, búa til sósur úr því, skera niður í litla pizza botna :) Eða eiga til sem snakk.
Allskonar hollusta.
Allskonar hollusta.

Hádegið.

Flottur morgunn, góður tími í Heilsuborginni :)
Kallar á góðan mat.

Vá þvílíkt sem það er fallegt hérna í Seljahverfinu mínu núna ... öll trén í svona snjó eins og í gömlum bíómyndum :)
Magnað .... en samt hlakka ég til að fara í betra veður í lok vikunar :)

Hreinn matur ?
Já það er sko alveg hægt að græja hollan hreinan góðan mat fyrir börn líka :)
Minn litli er heima í vetrafríi.
Ég átti smá tíma fyrir stúss eftir gymið.
Svo ég steikti gott nautahakk með miðjarðarhafskryddinu frá Pottagöldrum, salti og pipar.
Átt til hýðishrísgrjón sem eru súper góð með svona kjöti.
Steikti grænmeti.
Hreinsaði út úr ísskápnum, geri það oft þegar ég á ekki til grænmeti reddý á lager :)
Þegar ég sé fram á að geta ekki eldað í kvöldmat eða fyrir næsta hádegi .... er gott að geta gengið að hollustinni.

Grænmeti:
Aspas
Paprika
Rauðlaukur
Gulrætur
Eggaldin
Steikt með aðeins af salti .... en bara lítið.
Hræri saman smá kokosmjólk og red curry og svetti
yfir grænmetið rétt í lokinn .... og örlítið af Tamara sósu.
Opna svo mínar uppáhaldbaunir ... hvítar Rapunzel baunir og hræri þeim saman við (skola vel áður)
Komin þessi fíni grænmetis- og baunaréttur.
Á skotstundu :)

Eggaldin er lúxus matur :)
Og hægt að nota með öðru steiktu grænmeti og bakað, búnar til úr því sósur, skera niður í litla pizzabotna :)
Eða eiga til sem snakk.
Ég skar niður eggaldin .... kryddaði með smá af salti, pipar og cayenepipar.
Bakaði .... og passa að brenni ekki :)
Gott að setja á bökunarpappír og snúa nokkrum sinnum.

Steikt egg eru náttúrlega best með öllu :)

Minn litli var ekki í miklu grænmetisskapi en nokkur svona eggaldin nammi var alveg í boði :)
Þarna var grænmetið hans komið ....
Og hann á diskinn með geimverunni þarna niðri í hægra horninu :)
Súper gott og hollt.

Min diskur er þessi stærri fyrir ofan :)
Eggaldin með kjötinu og hýðishrísgrjónunum.
Steikta grænmetið með baununum.
Og eitt steikt egg.
Eggið yfir kjötið .... og eggaldin súper gott :)
Og ekki skemmir fyrir að rífa niður smá Parmesan.

Núna er ísskápurinn fullur af nammi sem hægt er að ganga að :)