Fara í efni

Blómkálsgrjónin sem allir eru að tala um.

Þetta er nú ekki meira vesen en þetta. Og ég þarf ekki hrísgrjón lengur :)
Blómkálsgrjón eru súper holl.
Blómkálsgrjón eru súper holl.

Jæja ég var að elda kvöldmatinn og  vildi bara setja hérna inn hvernig ég græja blómkálsgrjónin.
Mikið spurt hvað er nú eiginlega blómkálsgrjón???

Blómkálsgrjón.

Einn góður blómkálshaus.
Snyrta til skera burtu stilkana.
Bara nota blómin í grjónin.
Stilkana nota ég svo bara í sósur eða súpur.
Aldrei henda mat :)

Þegar að búið að snyrta til setja í blómin í matvinnsluvél.
Ég tel upp á 11 á hæðsta styrk þá eru grjónin reddy :)
Vil hafa þau aðeins gróf.
Þá er að setja grjónin í sjóðandi saltvatn.
Sjóða í 3 mínutur.
 Hella grjónunum  í sigti og leifa ÖLLU vatni að leika vel af.
Allt í lagi að dömpa aðeins á grjónin til að ná öllu vatni úr.
En alls ekki kremja grjónin .

Þetta er nú ekki meira vesen en þetta.
Og ég þarf ekki hrísgrjón lengur :)

Mér finnst þetta alveg geymast í isskáp í allt að 4 daga.
Og grjónin eru eiginlega best á öðrum degi :)
Ef nota á grjónin í pizza botna eða brauð....þá verður maður að ná hverjum einasta dropa af vatni úr þeim.
Og ég nota hreina grisju bleyju set grjóin í miðjuna á grisjunni og sný upp á stykkið þangað til hver einast dropi er fain úr.
Það eru líka til flottar síur hjá Ljósinu fyrir svona blómkálsstúss.