Fara í efni

Hvað á að fara á diskinn minn ?

Hvaða leið ferð þú ?
Hvaða leið ferð þú ?

Góðan daginn.

Jæja mánudagur.
Styttist í D-vítamín kúrinn minn.
Bara 5 dagar :)
Þá fæ ég að sjá sól og hlaða inn gleði.

Ég fæ svo ótrúlega mikið af skilaboðum til mín.
Allskonar fallegum skilaboðum.
Takk.

En mikið af skilaboðunum er frá fólki sem snýst í hringi.
Veit ekki hvað á að borða og biður um matarplan.
Því miður gott fólk á ég ekki til neitt svoleiðis.
Það þarf góðan fagila í það verk :)
Því við erum svo allskonar.
Mismunandi þarfir og mismunandi fæða sem hentar hverjum og einum.
Mæli með að fá hjálp í byrjun hjá fagaðila.
Mína hjálp fékk ég hjá Heilsuborg.
Fór í viðtal hjá lækni, hjúkrunarfræðingi, næringarfræðingi og sjúkraþjálfara.
Fór á fræðslufundi og fyrirlestra.
Svoleiðis lét ég mata mig :)
Mætti sem auð bók og fyllti af góðum upplýsingum.

Út frá því gat ég farið að leika mér með mataræðið.
Og hreyfingin kemur hægt og rólega.
Þetta er búið að taka mig langan tíma rúm 2 ár.
Ég er ekki að flýta mér.
Engin matarkúr .... ekkert matarplan.
Ég tel ekki kalóríur né stig.
Heldur búin að finna út fyrir mig að hreinn matur, hreint mataræði hentar mér til að léttast og til að halda mér á réttri braut.
Þar er ég ekki að falla og byrja upp á nýtt.

Þetta hentar mér vel.
En þetta hentar ekkert öllum.
Við erum líka á mismunandi stað.
Sumir trúa ennþá á megrunarkúra.
Á að svelta kílóin af sér.
Hvorugt gengur vel til lengdar, bara enn einn vítahringurinn.

En ég er búin með þann pakka.
Ég þurfti að finna mitt.
Og sjúkk ..... að það virkaði loksins. 
Loksins gat ég borðað kílóin af !

Njótið dagsins.