Fara í efni

Tíu yndislegar leiðir til að bægja skammdeginu á brott

Dimmir vetrardagar sem fela einungis í sér örlitla sólarglætu endrum og eins geta orkað niðurdrepandi, að ekki sé minnst á kuldann sem fylgir skammdeginu. Hér á eftir fara nokkur ráð sem vega upp á móti skammdegisdrunganum og færa þér birtu og yl inn í daginn.
Tíu yndislegar leiðir til að bægja skammdeginu á brott

Dimmir vetrardagar sem fela einungis í sér örlitla sólarglætu endrum og eins geta orkað niðurdrepandi, að ekki sé minnst á kuldann sem fylgir skammdeginu.

Hér á eftir fara nokkur ráð sem vega upp á móti skammdegisdrunganum og færa þér birtu og yl inn í daginn.

1. Kveiktu ljósið um leið og vekjaraklukkan hringir og láttu þig ekki dreyma um að klæðast fyrir vinnu í myrkri og drunga; það dregur allan mátt úr þér.

2. Mmmm! Hafðu kaffikönnuna tilbúna og smelltu henni í gang um leið og þú vaknar. Ilmurinn er nýlöguðu kaffi á morgnana er ómótstæðilegur.

3. Smelltu þér í stuttan göngutúr í hádeginu. Ekkert jafnast á við smávægilega sólarglætu yfir myrkasta skammdegið. Það eitt að fara út fyrir hússins dyr og anda inn fersku lofti hressir og kætir.

4. Ekki fara rakleiðis heim að loknum vinnudegi. Langar setur fyrir framan sjónvarpið og Facebook eru niðurdrepandi. Farðu út að lágmarki einu sinni í viku og hittu vini þína yfir kaffibolla á skemmtilegum stað.

5. Fáðu þér einn ...LESA MEIRA