Fara í efni

Hreyfum við okkur meira með hjálp snjalltækja?

Hreyfum við okkur meira með hjálp snjalltækja?

 

Snjallsímaforrit og snjallúr eru gagnleg til að setja markmið og mæla hversu mörg skref 
þú tekur eða hversu miklum tíma þú eyðir í að æfa. En hvetja þau þig til að hreyfa þig meira? 

Rannsókn sem birt var í desember 2020 af British Journal of Sports Medicine sýnir það. 
Vísindamenn fóru í gegnum 28 rannsóknir sem tóku til alls rúmlega 7.400 fullorðinna 
(18 til 65 ára) sem notuðu líkamsræktarforrit í þrjá mánuði. Í samanburði við fólk sem 
notuðu ekki nein líkamsræktarforrit, munurinn var rétt um 1.4 kílómetrar á dag. Þannig að 
það lítur út fyrir að snjallsímar og snjallúr ýti við okkur. Það er líklegt að snjallsíminn þinn 
hafi einhver  innbyggð forrit sem telur skrefin og kaloríurnar sem þú brennir, ef ekki, er 
auðvelt að finna forrit sem gerir það. Sum eru ókeypis og jafnvel þau einfaldustu hjálpa 
til við að minna þig á að hreyfa þig. Niðurstaðan er því jákvæð,
þau hjálpa til við að halda okkur við efnið. 

Hér eru upplýsingar um næringu og hreyfingu

Að lokum er eitt snjallforrit sem við hjá Heilsutorgi höfum verið að nota síðustu 2 ár. 
Þarna er hægt að gera fullt af æfingum, joga og teygjum og hægt bæta við 
bjöllum, lóðum, bosu, teygjum, boltum og rúllum, svo eitthvað sé nefnt inn í æfingarnar. 
Hér er Fitify