Fara í efni

„Gerðu það bara!“ – Valerie (28) er yogaiðkandi í yfirþyngd og rísandi Instagram-stjarna

Yogaiðkun er ekki bara fyrir tágrannt íþróttafólk sem teygir sig, fettir og fer í ótrúlegustu stellingar; hniprar sig saman í nær ómanneskjulegan kuðung og orkar eins og tígurlegar trönur á gólfinu. Þvert á móti er yoga fyrir alla, líka fólk í yfirþyngd og þess er hin 28 ára gamla Valerie Sagun lifandi vitnisburður.
„Gerðu það bara!“ – Valerie (28) er yogaiðkandi í yfirþyngd og rísandi Instagram-stjarna

Yogaiðkun er ekki bara fyrir tágrannt íþróttafólk sem teygir sig, fettir og fer í ótrúlegustu stellingar; hniprar sig saman í nær ómanneskjulegan kuðung og orkar eins og tígurlegar trönur á gólfinu.

Þvert á móti er yoga fyrir alla, líka fólk í yfirþyngd og þess er hin 28 ára gamla Valerie Sagun lifandi vitnisburður.

Valerie iðkar það sem hún kallar Big Gal Yoga – eða Yoga fyrir stórar stelpur og er með langt yfir 100.000 fylgjendur á Instagram. Á ljósmyndum Valerie má sjá hana standa á höfði, gera styrktaræfingar með höndum, fara í splitt, svigna í bakbrú og fjölmargar aðrar yogapósur. Allflestar myndirnar eru teknar í bakgarði Valerie, framan við sítrustréð sem þar vex en hún tekur allflestar myndirnar sjálf með tímastillingu. 

Valerie, sem er búsett í San Jose dalnum í Kaliforníufylki hefur iðkað yoga allt frá árinu 2011 og hóf yogaiðkun á því að taka námskeið í háskólanum. Þrátt fyrir að yogaiðkun sé allt annað en auðveld, vissi Valerie allt frá fyrsta degi að hér væri hún á heimavelli.

 

Í viðtali við TODAY sagði Valerie að yoga væri styrkjandi fyrir sálina:

Æfingarnar ýta undir sjálfstraustið og geta leitt manni fyrir sjónir að líkaminn er fær um að gera allt það sem hugann lystir og það án þess að maður þurfi að ofkeyra sig.

 

Lykilinn segir Valerie fólginn í að einblína á eigin árangur og útiloka aðra:

Ég velti því ekkert fyrir mér hvað aðrir voru að gera, allt frá fyrsta yogatímanum. Ég kom mér bara fyrir fremst og hugsaði ekki um neitt annað en mínar eigin æfingar. ...LESA MEIRA