Fara í efni

Breyttu um gönguhraða til að brenna fleiri kaloríum

Ert þú ein/n af þeim sem er allt of tímabundin/n til að komast í ræktina en langar samt að halda góðri heilsu? Lausnin fyrir þá sem komast ekki, vilja ekki eða geta bara ekki hugsað sér að fara í ræktina er nú fundin, hún finnst í gönguhraðanum.
Breyttu um gönguhraða til að brenna fleiri kaloríum

Ert þú ein/n af þeim sem er allt of tímabundin/n til að komast í ræktina en langar samt að halda góðri heilsu? 

Lausnin fyrir þá sem komast ekki, vilja ekki eða geta bara ekki hugsað sér að fara í ræktina er nú fundin, hún finnst í gönguhraðanum.

Rannsókn sem var birt í Biology Letters sýnir að orkukostnaðurinn við það að skipta um gönguhraða er hlutfallslega meiri en orkukostnaðurinn við að halda jöfnum hraða.

Við venjulega göngu þar sem tilgangurinn er að koma sér milli tveggja staða fer allt að 8% orkunnar í að fara af stað og stoppa. Með því að breyta stöðugt um hraða er verið að fjölga þeim skiptum og auka þannig orkuna sem fer í að koma sér á milli staða. Það er því ekki gönguhraðinn sem skiptir máli heldur að breyta honum oft, það kostar líkamann nefnilega mjög mikla orku bæði að auka hraðann og að hægja á sér.

Þetta kemur sér einstaklega vel fyrir þá sem vilja hugsa um heilsuna en finnst óheyrilega leiðinlegt að hreyfa sig, þá er um að gera að velja sér eitthvað sem viðkomandi finnst skemmtilegt að gera. Ef fyrir valinu verður til dæmis að versla þá er hægt að auka heilsufarslegan ávinning með því að stoppa í mörgum búðum. Svo er hægt að gera leik úr þessu og labba extra hratt fram hjá dýrum búðum eða ódýrum búðum eða matvöruverslunum.

Með þessu móti geta allir viðhaldið góðum lífstíl og jafnvel lagt sitt á vogarskálarnar til að halda hjólum atvinnulífsins rúllandi.

Grein af vef hvatinn.is