Fara í efni

Kókósolía á stálið í eldhúsinu

Kókósolía á stálið í eldhúsinu.
Kókósolía á stálið í eldhúsinu

Kókósolía á stálið í eldhúsinu. Gott ráð sem virkar ótrúlega vel. 

Stelpurnar á Króm.is fundu frábæra lausn fyrir fitug stál eldhúsáhöld og tæki. 

 

Ég hef verið í vandræðum með að þrífa háfinn yfir eldavélinni hjá mér frá upphafi. Það var sama hvaða efni ég notaði, hann var alltaf skýjaður. Því meira sem ég þreif hann, því ljótari varð hann. Að lokum gafst ég upp. 

Það var svo nýlega að ég las á einhverri amerískri síðu að besta leiðin til að þrífa stálvörur í eldhúsi væri með kókosolíu. Ég hafði ekki nokkra trú á að það myndi virka en þegar ég var í búðinni um daginn og rak augun í kókosolíu í hillunni ákvað ég að slá til. Ég hafði jú engu að tapa.

Ég ætlaði ekki að trúa því en á nokkrum mínútum varð háfurinn eins og nýr. Ég gerði ekkert annað en að setja kókosolíuna í eldhúspappír (eða réttara sagt klósettpappír því eldhúspappírinn var búinn) og bera hana á. Erna vinkona prófaði líka hjá sér með sama góða árangri. Hún sagði að ég yrði að setja þetta á bloggið og nú geri ég það.

Kókosolían er algjörlega málið!

Þú finnur fleiri spennandi greinar frá Króm.is hér

Fylgstu með okkur á Facebook og ef þú átt gott ráð í pokahornunu sem í líkingu við þetta ekki hika við að senda okkur línu.