Fara í efni

HÚSRÁÐ – 21 einföld ráð til að spara í matarkostnaði

Jæja gott fólk, nú er komið nýtt ár og alveg tilvalið að taka upp nýja siði. Bæði til sparnaðar og eins til að taka þátt í því að verja umhverfi okkar.
HÚSRÁÐ – 21 einföld ráð til að spara í matarkostnaði

Jæja gott fólk, nú er komið nýtt ár og alveg tilvalið að taka upp nýja siði. Bæði til sparnaðar og eins til að taka þátt í því að verja umhverfi okkar.

Matarsóun er eitthvað sem bítur flesta í hjartastað þegar það þarf að henda blauta ónýta salatinu eða mygluðu jarðarberjunum vegna þess að heimilisfólkið var ekki nógu duglegt að borða þetta í tíma. En það er hægt að finna ótrúlega mikið af ráðum til að koma í veg fyrir þetta.

Hér eru nokkur:

#1 – Settu laukana í nælonsokk og bittu hnút á milli þeirra. Með því að hengja þá þannig upp í eldhúsinu, endast þeir í allt að 8 mánuði þar sem þeir eru í fersku lofti og liggja ekki saman.

#2 – Kartöflur, lauka og epli ætti aldrei að geyma saman. Kartöflur og epli ættu að geymast í sitthvoru lagi í ísskáp þar sem þau rotna mun síður í myrkrinu og svalanum. Munið bara eftir að fylgjast með og taka skemmd í burtu jafnóðum til að þau smiti ekki heilbrigðu eplin, þetta gildir líka um kartöflurnar.

#3 – Þegar fersk ber eru keypt, ætti að setja þau strax í skál með vatni og borðediki (hlutföll 10:1) og sigta þau og leyfa þeim að þorna. Þetta drepur allt líf á þeim og berin endast lengur.

#4 – Hunang sem geymt er í vel lokaðri glerkrukku, endist nærri því að eilífu. Reyndar er þessi dísæti unaður talin ein langlífasta fæða í veröldinni.

Svona sparar þú eggin!

#5 – Egg geturðu geymt með því að brjóta þau í ísmolabox með örlitlu salti og fryst þau.

#6 – Tómatsósur og pastasósur geturðu einnig fryst. Helltu þeim í plastpoka með rennilás og settu í frystinn í ca. klukkutíma. Hálffrosin sósan er síðan skilin í sundur í litla skammta með því að þrýsta hníf á massann og búa þannig til nokkra kassa(eggin upp). Setjið aftur í frystinn þar til við næstu notkun.

Smelltu HÉR til að lesa sjá öll hin sparnaðarráðin af vef sykur.is