Fara í efni

Fimm yndislegar uppskriftir að heimagerðum húsilmi

Vel ilmandi hús og klæðaskápar eru dásemd í einu orði sagt, en þú þarft ekki að þramma út í verslun og spreða aurunum í rándýran ilm sem gufar upp á örfáum klukkustundum. Þú getur líka gert heimalagaðan ilm með lítilli fyrirhöfn!
Fimm yndislegar uppskriftir að heimagerðum húsilmi

Vel ilmandi hús og klæðaskápar eru dásemd í einu orði sagt, en þú þarft ekki að þramma út í verslun og spreða aurunum í rándýran ilm sem gufar upp á örfáum klukkustundum.

Þú getur líka gert heimalagaðan ilm með lítilli fyrirhöfn!

 

Auðvitað er gaman að kaupa reykelsi, ilmkerti eða láta nokkra dropa af ilmolíu drjúpa á ljósaperuna (það gerði langamma mín alltaf þegar ég var enn lítil stelpa). Vel ilmandi hús og klæðaskápar eru dásemd í einu orði sagt, en þú þarft ekki að þramma út í verslun og spreða aurunum í rándýran ilm sem gufar upp á örfáum klukkustundum. Þú getur líka gert heimalagaðan ilm með lítilli fyrirhöfn. Kaffikorgur, sítrónubörkur, grófmalað salt, kanelstönglar … listinn er endalaus. Hér fara fáeinar uppskriftir að heimalöguðum húsilm sem geta dimmu (og ólykt) í dagsljós (og fínerís hús-fíling) breytt!

Heimalöguð kaffikerti úr gömlum korg

Í þessa uppskrift fer gamall kaffikorgur, jafnvel heilar baunir og svo kertaflögur eða gömul kerti sem hægt er að bræða niður yfir vatnsbaði í litlum potti. Yndisleg uppskrift fyrir kaffiaðdáendur sem fyllir húsið notarlegum koffeinilmi ~ allt um málið HÉR

 

Ljósmynd // The Lovely Drawer

Grófmalað sjávarsalt í sítrónubolla sem bægir burtu ólykt

Þessi galdraformúla bægir vondri lykt á brott og frískar upp á húsilminn; grófmalað sjávarsalt í sítrónuberki er göldrum gædd húsblanda sem dregur í sig ólykt og frískar upp á andrúmsloftið. Gættu þess bara vel að koma formúlunni fyrir uppi á hárri hillu þar sem litlir fingur og blautir dýranebbar ná ekki til og mundu að skipta út saltinu og berkinum á nokkurra daga fresti ~ allt um málið HÉR

 

Ljósmynd // Free People

Handgerð húsgjöf með appelsínu- og kanilkeim

Þrýtur hugarflugið þegar að innflutningsgjöf kemur? Viltu vera frumleg/ur í framkvæmd og gefa eitthvað sem nýtist gestgjöfunum vel? Höfðar appelsínu- og kanelilmur til þín? Þá leggjum við til að þú prófir þessa guðdómulegu uppskrift að ilmi sem upphaflega var ætlaður jólahátiðinni en hæfir vel á öllum tímum ársins ~ allt um málið HÉR

Ljósmynd // Little Green Dot

Handgerðir ilmjurtakubbar í klæðaskápa og kommóður . . . LESA MEIRA