Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru ađ byrja - Deildu ţessu

Verum vakandi Pressan/Veröldin
Verum vakandi Pressan/Veröldin

Nú styttist í skólana og vill Veröldin á Pressunni vekja foreldra og skólastjórnendur til umhugsunar um sex einkenni eineltis. Afleiđingar eineltis eru oft skelfilegar líkt og oft hefur komiđ fram í viđtölum viđ fólk á Pressunni.

Einelti er vandamál sem snertir okkur öll og međ ţví ađ frćđa foreldra er ţessi stutta grein stuđningur viđ börn ţeirra, hvort sem ţau eru ţolendur, gerendur eđa „saklausir áhorfendur“. Veröldin hvetur lesendur til ađ deila skilabođunum á Facebook og ţannig reyna draga úr einelti í skólum í vetur. Á síđunni Verndum börnin segir:

1. Niđurlćgjandi athugasemdir t.d hvađ varđar útlit, klćđnađ eđa athafnir, uppnefni, fliss eđa augngotur.

2. Útskúfun og afskiptaleysi. Barn má ekki vera međ í leik eđa er ekki bođiđ í afmćli. Ţađ er ekki látiđ vita ţegar eitthvađ stendur til. Ekki er tekiđ tillit til skođana og tillagna einstaklings, ţćr eru virtar ađ vettugi.

3.  Eigum er stoliđ, ţćr vanvirtar eđa eyđilagđar.

4.  Einstaklingur er ţvingađur til ađ gera eitthvađ sem brýtur niđur sjálfsvirđingu hans og stríđir gegn réttlćtiskennd.

5.  Líkamlegt ofbeldi.

6.  Sögusagnir og lygi eru bornar út um einstakling eđa fjölskyldu hans.

Hvernig veistu hvort barniđ ţitt er lagt í einelti? Vísbendingar um ađ svo sé.

 • barniđ vill ekki fara í skólann, alltaf, stundum eđa tímabundiđ
 • barniđ er hrćtt viđ ađ fara í og úr skóla, vill láta keyra sig
 • barniđ fer óvenjulega leiđ til og frá skóla
 • barniđ kemur of seint í skólann eđa heim úr skólanum
 • barniđ er svangt ţegar ţađ kemur heim
 • barninu fer ađ ganga verr í skólanum
 • barniđ týnir bókum, hlutum eđa fötum
 • barniđ týnir vasapeningunum sínum af og til

Hegđun:

 • barninu líđur illa en vill ekki segja hvađ er ađ
 • barniđ fer ađ atast í systkinum eđa foreldrum
 • barniđ rýkur upp af litlu tilefni, er pirrađ eđa stjórnlaust í skapi
 • sjálfstraustiđ minnkar
 • barniđ grćtur sig í svefn og fćr martrađir

Birt í samstarfi viđ


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré