Fara í efni

Geðorðin 10

Geðorðin 10 sem hjálpað geta til að viðhalda góðri geðheilsu.
Geðorðin 10

Geðorðin 10 sem hjálpað geta til að viðhalda góðri geðheilsu.

Þetta ættu allir að tileinka sér, lesa yfir a.m.k einu sinni í viku, það gerir ekkert nema gott.

 

1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara.

2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.

3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.

4. Lærðu af mistökum þínum.

5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.

6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.

7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.

8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.

9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína.

10. Setu þér markmið og láttu drauma þína rætast.

Og mundu, fortíðinni verður ekki breytt, framtíðin er óráðin og það er dagurinn í dag sem skiptir öllu máli.