Fara í efni

VIÐTALIÐ – Neníta er förðunarfræðingur og hefur komið víða við, kíktu á skemmtilegt viðtal

Flott viðtal við Nenítu, förðunarfræðing, jógakennara og hún er einnig að útskrifast sem styrktarþjálfari núna í janúar.
VIÐTALIÐ – Neníta er förðunarfræðingur og hefur komið víða við, kíktu á skemmtilegt viðtal

Flott viðtal við Nenítu, förðunarfræðing, jógakennara og hún er einnig að útskrifast sem styrktarþjálfari núna í janúar.

Nafn og starf: Ég heiti Neníta og er förðunarfræðingu frá Snyrtiakademíunni, útskrifaðist árið 2010. Einnig vinn ég líka sem yogakennari og er að útskrifast sem Styrktarþjálfari í janúar.

Eftir útskrift fékk ég tækifæri til að kenna og var mér boðið að vera auka kennari í yoganu eða þangað til að ég fór að vinna fyrir Kristínu Stefáns upp í NN Makeup, No Name vörurnar og með henni opnuðum við NN Makeup Studio.

Ég hef líka verið að vinna í förðun í kringum verkefni hjá vinkonu minni, þar sem að ég hef verið að hanna fyrir myndböndin hennar.

Á síðasta ári voru tvær auglýsingar með förðun eftir mig, sem var mjög gaman að sjá í sjónvarpi.

1. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að fara að læra förðun ?

Ég ákvað bara að skella mér út í förðunarnám á sínum tíma því ég hafði haft áhuga á því í mörg ár en aldrei gert neitt í því.

2. Hefur þú lengi haft áhuga fá förðun?

Áhuginn byrjaði fyrst þegar ég var bara stelpa en varð stekari þegar ég fór á handíðabraut og sá að fötin voru ekki allt sem fylgjast þurfti með á tískupöllunum, heldur var förðunin mjög sterkur þáttur þar.

3. Hvers vegna varð MUD skólinn fyrir valinu ?

Ég valdi hann vegna þess að ég vissi að hérna væri virkilega góður skóli á ferð, skóli þar sem að ég gæti bætt mig sem förðunarfræðing, lært meira og orðið betri í mínu fagi.

4. Hvernig var þín upplifun á náminu ?

Námið er búið að vera ótrúlegt ferðalag! Ég er búin að læra meira en mér datt í hug, mér finnst ég mun betri í að meta andlit, húðliti og hvaða augnfarði hentar í hvert sinn.

5. Hvernig var kennslunni háttað ?

Við  fengum ítarlega kennslu frá kennara, sem fór í gegnum námið skref fyrir skref og til hliðar voru bæði vinnu og verkefnabækur sem við þurftum að lesa, vinna verkefni og búa til facechart. En facechart útskýrir fyrir manni og hjálpaði manni að ná enn betur tökum á náminu.

6. Fannst þér námið uppfylla væntingar þínar ?

Það uppfyllti allar mínar vonir og mun meira en það. Þetta er án efa besti skóli sem ég hef farið í og ég get ekki beðið með að byrja aftur á næsta ári í Level III

7. Hvar sérðu þig starfa í förðunarheiminum ?

Ég sé mig starfa við allt núna, mér finnst ég algjörlega geta tæklað ljósmyndaförðun, beautyförðun og allt þar á milli. Mér finnst líka eins og ég gæti opnað mitt eigið studio án nokkurs efa frá sjálfri mér

8. Eitthvað að lokum ?

Ég vil bara þakka konunum á bak við skólann fyrir að hafa opnað þessar dyr fyrir okkur sem höfum áhuga á förðunarnámi og öllu sem tengist því.