Fara í efni

8 skotheld ráð til að virka unglegri

Þegar við skoðum góð fegrunarráð og deilum ráðum sem yngja mann, þá þýðir það alls ekki að það sé einhver útlitsdýrkun á ungu fólk í gangi síður en svo. Málið er að það er hægt að viðhalda æskuljómanum á einfaldan og ódýran máta án þess að vera of ýktur. Hver vill ekki vera besta útgáfan af sjálfum sér?
8 skotheld ráð til að virka unglegri

Þegar við skoðum góð fegrunarráð og deilum ráðum sem yngja mann, þá þýðir það alls ekki að það sé einhver útlitsdýrkun á ungu fólk í gangi síður en svo.  Málið er að það er hægt að viðhalda æskuljómanum á einfaldan og ódýran máta án þess að vera of ýktur. 

Hver vill ekki vera besta útgáfan af sjálfum sér?

 

Hér eru nokkur góð ráð sem klikka ekki og kosta ekki mikið:

 

1. Púðrið:
Slepptu púðrinu því það sest í fínar línur og gerir þær enn meira áberandi og bætir á mann nokkrum árum. Ef þú vilt síður glansa veldu þér þá primer eða farða sem passar þinni húðtegund

2. Vítamín:
C vítamín gerir gæfumuninn og hjálpar til við collagen framleiðslu stelpur!

3. Bronzer:
Settu smá bronzer á andlitið eins og t.d. frá Sensai eða St. Tropez. Sniðugt að blanda því saman við farðann

4. Olía
Olía út á salatið er málið. Settu frekar olíu út á salatið en gömlu góðu sósuna. Þegar olía er sett út á salat á líkaminn auðveldara með að taka inn E-vítamín úr olíunni sem er súper gott fyrir húðina.

5. Förðunin:
Passaðu förðunina því rangir litir geta gert þig ellilegri. Það þarf ekki að vera að sömu litirnir passi þér í dag og þessir sem pössuðu þér í menntaskóla. Fáðu ráðgjöf hjá fagaðila.

6. Hrukkuvænn matur:
Prótein skiptir miklu máli fyrir húðina ekki sleppa því. Fiskur, egg, kjúklingur, baunir og steik er klárlega hrukkuvænn matur.

7. Hendurnar
Passaðu hendurnar því þær koma oft upp um mann. Vertu dugleg að setja handáburð og krem á hendurnar. Við mælum með Clinique even better handáburðinum sem lagar dökka öldrunarbletti á handarbökunum. 

8. Brostu :-D