Fara í efni

Göngutúrar eru heilsusamlegir- hér eru þrjár góðar ástæður sem sanna það

Göngutúrar er einfaldasta og árangursríkasta leiðin til að halda þér í góðu formi og nú segja vísindamenn að það eitt að fara út og ganga hafi enn frekari jákvæð áhrif á heilsuna.
Göngutúr á dag kemur heilsunni í lag
Göngutúr á dag kemur heilsunni í lag

Göngutúrar er einfaldasta og árangursríkasta leiðin til að halda þér í góðu formi og nú segja vísindamenn að það eitt að fara út og ganga hafi enn frekari jákvæð áhrif á heilsuna.

1.   Þú sefur betur

Hættu að spá í þessu, að vera aktívur á kvöldin gæti haft áhrif á svefninn. Fólk sem að skokkar eða gengur á kvöldin segist sofna betur, en þetta kemur fram í rannsókn frá Sleep Medicine.

15 mínútna ganga eftir kvöldmat hefur einnig afar góð áhrif á heilsuna og hjartað.

2.   Brenndu fleiri kaloríum

Fáðu þér göngustafi, það er mælt með því að nota þá þegar þú ferð út að ganga því þá ertu að brenna fleiri kaloríum og einnig að móta handleggina í leiðinni. Með göngustöfum ertu að brenna um 20% fleiri kaloríum.

3.   Opnar fyrir sköpunargleðina

Evrópubúar hafa farið í svo kölluð göngutúra-frí árum saman og eru svona frí loksins að verða að veruleika í Bandaríkjunum. Og það er afar góð ástæða fyrir því að fara út að ganga. Í nýlegri rannsókn frá Stanford University kemur fram að göngutúrar kveikja á sköpunargleði hjá fólki.

Heimild: goodhousekeeping.com