Fara í efni

Ávinningur þess að nota innrauða (infrared) sánaklefa

Eins og flestir vita, að svitna er frábær leið til að brenna kaloríum og hreinsa óæskileg efni úr líkamnum.
Ávinningur þess að nota innrauða (infrared) sánaklefa

Eins og flestir vita, að svitna er frábær leið til að brenna kaloríum og hreinsa óæskileg efni úr líkamnum.

En hvað getur þú gert til að svitna ef þú ert t.d að eiga við meiðsli eða ert ófær um að stunda líkamsrækt?

Að nota innrauða sánaklefa er góð leið til þess að svitna og ekki bara það, með innrauðu sána má losa sig við aukakíló, það er góð leið til þess að slaka á, eykur blóðflæðið, léttir á óæskilegum verkjum og hreinsar húðina.

Hreinsun

Að svitna er náttúruleg leið líkamans til að losa hann við óæskileg efni. Innrauð sánaböð eru sjö sinnum öflugri en þessi hefðbundnu sánaböð sem við þekkjum.

Slökun

Innrauð sánu meðferð eykur á slökun með því að koma jafnvægi á cortisol magn í líkamanum. En cortisol er hormón sem eykur á stress. Hitinn sem sánað framleiðir fær þig til að slaka betur á vöðvum og losa um spennu í líkamanum. Þetta er afbragðs góð leið til að losa sig við stress.

Verkjastillandi

Ef þú þjáist af verkjum í vöðvum eða liðum þá er mælt með innrauðu sána. Innrauðu sánaklefarnir geta dregið úr þessum verkjum og bólgum með því að auka á blóðflæðið og einnig eykur innrautt sána á slökun vöðva.

Aukakílóin

Hitinn sem innrauðu sánaklefarnir gefa frá sér hækkar líkamshitann sem þar af leiðandi eykur hjartsláttinn, alveg eins og gerist þegar við hreyfum okkur.

Þegar líkaminn þarf að vinna harðar að því að lækka líkamshitann þá brennir hann fleiri kaloríum sem svo stuðlar að því að þú missir aukakíló. 30 mínútur í innrauðum sánaklefa geta brennt allt að 600 kaloríur.

Blóðflæðið

Hitinn í innrauðum sánaklefa eykur líkamshitann og þar með blóðflæðið. Ef þú notar innrauða sánað reglulega þá ertu að örva blóðflæðið, sem svo gerir það að verkum að þú ert fljótari að ná þér eftir strangar æfingar, blóðflæðið dregur einnig úr verkjum og bólgum eftir æfingar.

Húðin

Tæknin sem innrauðir sánaklefar búa yfir getur hjálpað til við að hreinsa húðina, t.d minnka svitaholur í andliti og auka á blóðflæðið. Þetta skilur húðina eftir mýkri og heilbrigðari.

Hitastig innrauðra sánaklefa (levels)

Stigin í hita í innrauðum sánaklefum eru: nálægur(near), miðlungs(middle) og fjarri(far).

Þessi mismunandi stig á hita segja þér til um mismunandi stærðir í innrauðum bylgjulendgum og þá styrkleika meðferðar.

Flestum finnst eftifarandi virka best á:

Hitastig kallað nálægt(near) er best til að græða sár og efla ónæmiskerfið.

Miðlungs(middle) eru afar góð til að auka blóðflæðið og slaka á vöðvum.

Fjarri(far) er mest notað í detox tilgangi.

Ef þú hefur ekki aðgang að innrauðum sánaklefa þá má nota venjulegt sána en hafa það vel heitt og reyna að þrauka í 10-20 mínútur í senn.

Heimild: mindbodygreen.com