Fara í efni

Gluggi sálarinnar – fróðleikur um augun

Oft er sagt að augun séu gluggar sálarinnar, en þau segja líka til um almennt ástand lífæranna.
Gluggi sálarinnar
Gluggi sálarinnar

Oft er sagt að augun séu gluggar sálarinnar, en þau segja líka til um almennt ástand lífæranna.

  • Blóðhlaupin augu geta verið afleiðing augnþreytu, almennt mikillar þreytu og óhóflegs magns af alkóhóli. Litlu blóðæðarnar á yfirborði augans geta stíflast og bólgnað upp.
  • Einnig geta blóðhlaupin augu bent til skorts á B2 og B6 vítamínum og of litlu próteini í fæðunni. 
  • Meðalmaðurinn deplar 12 sinnum á mínútu.
  • Mannsauga er ca 23-24 mm á stærð og vegur um það bil 28 grömm.
  • Glæran (öðru nafni hornhimnan) inniheldur engar æðar.
  • Augun slitna ekki við notkun og heldur ekki af að lesa í lélegri birtu.
  • Það er ekki hægt að halda augunum opnum meðan maður hnerrar. 
  • Í samskiptum okkar við annað fólk miðlum við ómeðvitað ýmsum upplýsingum með augunum.  Samúð, andúð, hrifningu, viðbjóð, hneykslun . . . .

Og eins og málshátturinn segir:

“Eigi leyna augu ef ann kona manni”