Fara í efni

Ef kvíði fer vaxandi

Kvíði er algeng tilfinning sem flestir finna fyrir einhvern tíma, þó það sé í mis miklu mæli. Það er til dæmis eðlilegt núna á próftímabilinu að kvíða því að fara í próf og það getur jafnvel virkað örvandi til að halda sér við efnið og auka lesturinn.
Ef kvíði fer vaxandi

Kvíði er algeng tilfinning sem flestir finna fyrir einhvern tíma, þó það sé í mis miklu mæli.

 

Fólk er misnæmt því sumir finna lítið eða ekkert fyrir kvíða meðan aðrir geta upplifað mjög slæm kvíðaköst. Það er persónubundið hvernig fólk höndlar tilfinningar um streitu, kvíða og ótta.

Ef þú hefur slíkar tilfinningar hefur þú hugsað um hvernig þú bregst við og hvað þú gerir til að láta þér  líða betur?

  • Kvíði getur orðið vandamál þegar maður nær ekki að stjórna tilfinningum sínum yfir lengri tíma svo það hamlar því að geta lifað eðlilegu lífi og látið sér líða vel. 
  • Einkennin eru persónubundin og geta verið mild eða mjög áberandi eftir aðstæðum.  

Dæmi um möguleg einkenni:

  • Einkenni frá meltingarvegi (brjóstsviði, ógleði, niðurgangur „hnútur í maganum“)
  • Breyting á tíðni öndunar (hröð og grunn) þyngsli fyrir brjósti eða öndunarerfiðleikar
  • Getur fundið þrýsting í höfði (jafnvel höfuðverk)
  • Léleg hitastjórnun (skelfur og svitnar til skiptis)
  • Jafnvægistruflanir (svimi, ógleði, titringur, náladofi )
  • Forðast samskipti við aðra (lokar þig af, forðast aðstæðurnar t.d. að fara út )
  • Upplifir að þú sért að missa tökin á lífinu

Að gera mat á eigin kvíða:

  • Finnst þér þú vera taugaóstyrk/ur, strekkt/ur
  • Áttu oft erfitt með að slappa af?
  • Hefur þú stöðugt áhyggjur?
  • Finnur þú oft fyrir hraðri og grunnri öndun?
  • Óttast þú félagsleg samskipti?
  • Upplifir þú þig aflokaða/nn eða í gildru?
  • Ertu oft með einkenni frá maga?
  • Ertu oft að hugsa um að þú getir ekki gert eitthvað?
  • Losar þú þig við erfiða reynslu liðinna ára?

Ef eitthvert atriði í ofantöldum lista passar við þig og hefur verið áberandi um tíma er vert að vinna með það. Ýmis ráð eru til úrbóta til að bregðast við á fyrstu stigum þessa ástands. Til dæmis að finna út hvað kemur kvíðanum af stað, vinna með tilfinningarnar og í sumum tilfellum er ráðlagt að forðast þær aðstæður. Ræða málin við einhvern sem þú treystir, t.d. fjölskylduna og virkja stuðningsnet í kringum þig. Lausnin felst stundum í að tala upphátt um vandann og viðurkenna að þú viljir breyta einverju í þessu sambandi.  Þá áttu auðveldara með að hringja í vin þegar þú finnur að kvíðakast er að hellast yfir þig. Vera vakandi fyrir aðstæðum sem stuðla að þessari vanlíðan og meta hvernig þér líður. Slaka á, nota djúpöndun, fara í göngutúr, gera eitthvað með fjölskyldu og vinum. Taka þátt í stuðningshóp eða einhverju sem þér finnst skemmtilegt að gera.

Ef kvíði hindrar þig í daglegu lífi eða samskiptum við aðra og þú nærð ekki að yfirvinna þessa tilfinningu er ráðlagt að leita hjálpar hjá fagfólki til að skapa betri líðan og skilning á vandamálinu.  Þú þarft ekki að þjást af kvíða því ef þér tekst ekki að vinna á ástandinu sjálf/ur er hægt að nota faglega hjálp. Margs konar meðferðir standa til boða sem hafa virkað vel fyrir aðra og því er um að gera að framfylgja ráðleggingum til að ná bestu heilsu.

Gangi þér vel að njóta hvers dags!

 

Af vef heil.is