Fara í efni

Svona aukum við eldinn í svefnherberginu

Svona aukum við eldinn í svefnherberginu

Það getur verið áhugavert að heyra einstaklinga tala um hvað það er sem kveikir í þeim í svefnherberginu. Við erum öll svo misjöfn og því eru þær aðferðir sem við notum mjög mismunandi.

Aftur á móti eiga einstaklingar oft í erfiðleikum með að krydda upp á venjur sínar. Gott getur því verið að leyfa hugmyndafluginu að leika lausum hala. Ef þú ert eitthvað hugmyndasnauð/ur getur einnig verið gott að verða sér út um upplýsingar og þær gætu komið að góðum notum.

Sofa nakin/n

Ef þig langar í kynlíf gæti verið besta ráðið að sofa nakin/n. Þegar þú ert nakin/n í rúminu er aðgangurinn að kynlífi svo greiður og það er því ekkert í vegi ykkar. Taktu meðvitaða ákvörðun um að sofa nakin/n, því það bæði er ávísun á góðan svefn, bætta líðan og meira kynlíf.

Stundaðu kynlíf á morgnanna eða eftir líkamsrækt

Ef maki þinn er með typpi er æðislegt að stunda kynlíf á morgnanna, því þá eru hormónarnir í blússandi hæðum. Vitið þið hvað er gott að byrja daginn á góðu kynlífi? Maður frískast upp og byrjar daginn með gleðihormón rennandi um allar æðar.

Ef þú stundar kynlíf eftir æfingu, áttu eftir að njóta þín enn meira vegna þess að endorfín hormónar renna enn um líkamann eftir æfinguna. Hví ekki að nýta sér aðstæðurnar og upplifa enn betri fullnægingu.

Eyddu meiri tíma í að kyssast

Áður en þið farið í forleikinn eða beint í að stunda kynlíf er mjög gott að eyða meiri tíma í að kyssast. Ef þú einblínir svolítið á kossana, átt þú eftir að finna hvað það veitir þér mikla örvun. Kryddaðu upp á kossaflensið með því að narta í varirnar og jafnvel fara í djúpan sleik. Manstu hvernig þetta var í gamla daga? Farðu í langan heitan sleik og finndu hvað það gerir fyrir þig.

Skapaðu andrúmsloftið

Þið kannist flest við það hversu kósí það er að kveikja á kertum og slökkva öll ljós. Það er einnig afar góð afsökun til að skapa rómantískt andrúmsloft sem gefur til kynna að þú ert til í að njóta ásta. Ef þú ert píkueigandi, gæti líka verið frábær hugmynd að nota betri undirfötin, farið í fallegan/kynæsandi náttkjól eða samfesting.

Fáðu þér kynlífstæki sem hentar fyrir ykkur bæði

Til er fjöldinn allur af kynlífstækjum sem henta fyrir pör. Listinn er langur en það er afar mismunandi hvað hentar hverjum og einum, svo það er um að gera að prófa sig áfram. Það getur nefnilega komið þér á óvart hversu mikið kynlífstæki getur aukið á unað beggja aðila.

Kryddaðu upp á venjulegar kynlífsstellingar

Ef við tökum til að mynda trúboðastellinguna fyrir, er hægt að brydda upp á hana með því að setja púða undir rassinn til að auka hallann og örva snípinn í leiðinni. Þannig nærðu dýpri örvun og meiri unaði.

Láttu doggy-stellinguna henta fyrir ykkur bæði

Mörgum finnst þessi stelling vera meira fyrir typpa eigendur, þar sem hann stendur fyrir aftan hinn aðilann, sem snýr með andlitið frá. Aftur á móti njóta margir píku eigendur þessarar stellingar og getur sá einstaklingur annað hvort notað kynlífstæki á borð við egg eða annars konar titrara til að örva snípinn í leiðinni. Það getur leitt til frábærrar fullnægingar.

Ef þú ert að leita eftir einhverju til að örva hugmyndaflugið þitt í svefnherberginu getur þú fundið þér les- og myndefni víðsvegar. Láttu verða að hugarórunum og og njóttu þín til fullnustu.

Birt með góðfúslegu leyfi Blush
Blush.is

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?