Fara í efni

Kynlífsverkefni helgarinnar #8

Kynlífsverkefni helgarinnar #8

Sigga Dögg kynfræðingur birti kynlífsdagatal á heimasíðunni sinni fyrir jólin og fengum við leyfi hjá henni til að endurbirta frábærar æfingar sem hún birti daglega. Við ætlum að birta þessar æfingar alla föstudaga hjá okkur hér á Heilsutorgi. Öllum æfingum er skipt í tvennt, annars vegar fyrir pör / fólk með bólfélaga og hinsvegar einstaklinga. 

 

Nú komum við okkur vel fyrir og gefum sjálfum okkur frábæra jólagjöf, sem heldur svo áfram að gefa út árið 😈 Ég skipti öllum æfingunum í tvennt, annars vegar fyrir pör / fólk með bólfélaga og hinsvegar einstaklinga. 🕯Muna að gera kósí í herberginu! OG EKKI SPÓLA YFIR HINAR ÆFINGARNAR!

Verkefni dagsins er... : SAMFARIR!

Fyrir pör/bólfélaga ❤️ 

Annar aðili stýrir (gefur) og hinn þiggur!

Fyrstu strokuæfing með örvun, svo samfarir (ef þið stundið þannig kynlíf! sjá 7.des) þar sem annar aðilinn er ofan á og hinn undir (þetta er hægt að útfæra í allskonar stellingum). Þannig að einn aðilinn stýrir kynlífinu í einni stellingu, ofan á.

(auðvitað takið þið tillit til líkamlegar takmarkana og útfærið eins og ykkur hentar)

Ef þú ert þiggjandi, þá máttu endilega gefa leiðbeiningar og jákvæða endurgjöf um hvað þér þykir gott. Með orðum og stunum. Stunur ef eitthvað er gott verður ennþá betra ef með fylgja orðin „þetta er gott“.

Fullnæging má fylgja, er ekki skilyrði eða kvöð.

ATH - ef að þér þykir erfitt að stjórna í þessari æfingu, nú eða láta af stjórn, er full ástæða til að skoða það og ræða. Hér er tækifæri til að læra inn á líkamann og stellingar og hvernig er að breyta valdadýnamíkinni og mynstrinu ykkar.

Fyrir einstaklinga 💖

Sko - þú heldur kannski að hér sé engin æfing fyrir þig en þér skjátlast hrapalega!

Nú er um að gera að skoða fyrri reynslu af því að vera þiggjandi í kynlífi og kanna þitt viðhorf og væntingar til þess og hvaða tilfinningar og hugsanir koma upp.

Svo þú fáir eitthvað fyrir þinn snúð líka þá gæti verið gaman að nýta sér græjur, þessi er hentug fyrir innsetningu í píku (til að líkja eftir samförum), þessi fyrir DP í píku og rass en auðvitað getur hver og einn bara valið sé dildó sem hentar (sérsaklega þegar dildó er með sogskál þá er hægt að stýra innsetningunni betur).

Æfingin fyrir pör er fengin með góðfúslegu leyfi hjá Áslaugu Kristjánsdóttur kynfræðingi

Takk Sigga Dögg

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?